7.5.2008 | 19:16
Þvílíkt og annað eins andleysi
er yfir mér núna. Nenni nánast ekki að gera neitt. Búin að vera skömmuð fyrir leti að setja inn myndir á heimasíðu litla prins/kúlusúkk frá Flórídaferðinni og hef ekki nennt að blogga eða nokkuð annað. Er að reyna að draga mig upp úr þessu. Ætla á morgun að fara á pub quiz night á kaffihúsinu sem er í sama húsi og Alþjóðahúsið svo ég fara þó a.m.k. út úr húsi.
Á morgun verður opið hús í leikskóla litla prins/kúlusúkk og hlakka ég ekkert smá til að sjá öll listaverk krakkanna. Eftir að ég var að vinna í leikskóla þá er ég mjög spennt að sjá hvað er að gerast hjá öðrum leikskólum í sambandi við listsköpun. Þetta er svo gaman. Sakna þess oft að vera ekki að vinna lengur við þetta en ég veit samt ekki hvort mér fyndist þetta eins skemmtilegt ef ég færi að vinna á stórum leikskóla þar sem ég var að vinna á einkareknum leikskóla þar sem var í hámarki 18 börn. Ég hætti að vinna þar 1999 en ég er enn að hitta foreldra og börn sem ég var að passa og mér finnst það æðislegt þegar þau (sum) þekkja mig ennþá. Bara æði pæði.
Segi ykkur á morgun hvernig sýningin var í leikskólanum.
knús og kram.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.