Yndisleg helgi

Helgin er búin að vera mjög skemmtileg hjá okkur fjölskyldunni.  Í gær fórum við öll á Gay pride.  Það var nú misjafnt hvað fjölskyldumeðlimir skemmtu sér vel þar en ég og unglingurinn skemmtum okkur konunglega.  Unglingurinn vakti mikla lukku hjá hópi af göngumönnum þar sem hann hoppaði í takt við tónlistina, hló, skríkti og klappaði. Beggi og Pacas veifuðu honum og gáfu honum thumbs up fyrir fjörið í sér.  Síðan fékk hann blað frá einum hópnum sem stendur á "Springum úr ást".  Það er ekki hægt að segja annað en unglingurinn var að springa af ást því hann var svo glaður og ánægður þarna.  Bara æðislegur.  Hann var líka dauðþreyttur eftir þetta allt saman.  Hann var orðin svo þreyttur þegar bílinn hans Palla kom framhjá að hann hálf hékk í fanginu á mér því hann vildi sko dansa við tónlistina hans Palla en hafði bara ekki krafta til þess.  Algjör dúlla.  Litla prins fannst þetta alveg ágætt en hann var bara orðin svo svangur að hann var orðinn frekar fúll á manninn.  En samt var gaman ef maður spyr hannWink.

Síðan unnu auðvitað okkar menn Samfélagsskjöldin í ensku deildinni í fótboltaGrin.  Við erum auðvitað mikið ánægð með það.  Litli prins singur Glory, glory Man utd. en hann var frekar svekktur að Rooney væri ekki að spila.  Honum finnst að Rooney eigi að vera í öllum leikjunum sem eru spilaðir.  Bara dúlla.  Unglingurinn horði aðeins á leikinn og fannst hann alveg ágætur en ekki nægilega mikið að gerast.  Situr núna inn í herbergi með Man utd koddan sinn og bros á vör.  Sætastur.

Læt fylgja með lagið sem mér finnst alveg fylgja þessari helgi.

Þangað til næst.  Knús og kram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband