Long time no see

Vá hvað er langt síðan ég bloggaði.  Þó svo að ég hafi haft frá nógu að segjaWink.  Það er bara búið að vera nóg að gera í öðru.  Ég er dottinn niður í handavinnuna aftur og sit núna á kvöldin með prjóna í höndum í staðin fyrir fingur á lyklaborðiTounge.  Annars er bara nokkuð fínt að frétta af okkur.  Búin að fara á eina árshátíð og eitt kokteilboð síðan síðast.  Það var ekkert smá gaman á árshátíðinni, góður matur og Eurobandið spilaði fyrir dansi.  Bara fjör.  Hef ekki dansað svona í áraraðir hehe.  Reyndar var enginn dans stiginn með unnustanum þar sem hann dansar helst ekki.  En það er gott að hann eigi góða vini í vinnunni sem nenna að dansa við frúnnaTounge.

Unglingurinn er búin að vera þokkalega hress.  Erum reyndar að fara til læknisins hans á morgun og verð ég að viðurkenna að það er smá kvíðahnútur í maganum á mér.  Veit ekki hvort það verði ákveðið á morgun hvort lyfjunum verði breytt eða hvort við höldum ótrauð áfram með þann skammt sem hann er komin á núna eftir síðustu aukningu.  Vildi óska að við værum frekar í að minnka lyfin en auka.  En svona er lífið maður ræður þessu ekki.

Ég tók þá ákvörðun þegar allt fór til andsk. um daginn að ég ætlaði ekki að skrifa um það.  Ég lifi með því mottói að neikvæði dragi að sér neikvæðni og jákvæðni dragi að sér jákvæðni.  Svo bara BROSA, þetta lagast allt einhverntímanTounge

Reyni að muna að skrifa á morgun og láta ykkur vita hvernig gekk hjá doksa. 

Knús og kram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Mikið er ég sammála þessu með jákvæðnina!

Njóttu dagsins.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 21.10.2008 kl. 05:16

2 Smámynd: Marta smarta

Já vonandi gengur allt vel Bergdís mín.  Kveðja Júllumamma.

Marta smarta, 21.10.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband