25.10.2008 | 13:23
Leikhús og fleira.
Í gær fórum við hjónaleysin ásamt tengdafólki mínu út að borða og síðan í leikhús. Kíktum á Fló á skinni og var það mikið fjör. Skil vel að þetta leikrit sé svona vinsælt. Ekta farsi. Manni var farið að verkja í magann á tímabili, og ýmsir frasar eiga eftir að láta mann fara að hlægja á næstu dögum. Áður en við fórum á leikhúsið fengum við okkur að borða á Kringlukránni. Mjög fínn matur og skemmtilegt andrúmsloft.
Í dag ætlum við að taka því rólega. Spurning um að baka eitthvað og síðan í heimsókn í kvöld. Bauð herrunum mínum upp á hafragraut í morgun og síðan var ég með ameríkskar pönnukökur, beikon og egg í brunch. Tengdamamma kom í smá heimsókn og naut þessara veitinga.
Erum búin að fá niðurstöður úr hluta af blóðprufunum og komu þær vel út. Á að tala aftur við lækninn hans á mánudaginn og þá fáum við niðurstöðurnar úr restinni. Krossleggjum fingur og vonum að þær haldi áfram að vera svona góðar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vonandi gengur vel með blóðprufunum.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.10.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.