Bara einn dagur í viðbót

og ég er komin í frí.  Hlakka ekkert smá til.  En auðvitað er heppnin alltaf með mér og fríið mitt byrjar á rigningu og samkvæmt spám á þetta að vera svona þangað til á þriðjudaginn.  En plúsinn við þetta er sá að ég þarf ekki að vökva garðinnTounge.  Unglingurinn er alveg að fýla þetta góða veður er bara úti og nýtur lífsins.  Orðinn svaka brúnn og sæll.  Litli prins nýtur sín í fríi með pabba sínum.  Búin að fara í sveitina, fara í sund og getur snúið pabba sínum eins og hann vill.  Það verður eitthvað þegar ég fer í frí og reyni að koma einhverri stjórn á þetta LoL

Ég er búin að vera í einhverju elda mati stuði þessa dagana.  Í gær buðum við frænda og frænku unnustanns í mat.  Við grilluðum ostafylltar kjúllabringur með fullt af grilluðu grænmeti og jalapenórjómasósu.  Ekkert smá gott og í dag buðum við mömmu og pabba í mat.  Var með ofnrétt með fiski, lauk, papriku, beikoni, ananaskurli og paprikusmurostasósu.  mmmmmmmmmmmmmmm.  Allir voru rosalega hrifnir af þessu.  Mér finnst æðislegt að elda og sérstaklega þegar ég býð fólki í mat.  Enda sést það alveg á vextinum á mérTounge

Ætli ég láti þetta ekki duga núna.  Þangað til næst, knús og kram til allra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gott að þú ert að fara í frí eigðu góða helgi Bergdís mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2008 kl. 16:46

2 identicon

Njóttu þess að vera í fríi dúllan mín, það er alltaf gott.

Knúsaðu liðið þitt frá mér, og gefðu sjálfri þér líka eitt.  Ég kemmst ekki yfir það hvað það var gaman að hitta þig svona óvænt um daginn.  Meiriháttar.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 21:42

3 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Njóttu dagsins og lífsins. 

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 20.7.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband