Hitt og þetta.

Í dag fór litli prins í 3 og 1/2 árs skoðunina.  Veit ekki hvað var að honum en þvílíkt hlédrægan dreng hef ég varla séð áður.  Eftir hinar ýmsu skoðanir kom í ljós að ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af þessum dreng (vissi það auðvitað en maður er alltaf með eitthvað nagandi í manni).  Hann er með 100% sjón og skorar vel í meðaltali bæði í mál og talskilningi.  Bara krútt.  Orðin 97 cm. 

Á síðasta föstudag fórum við litli prins í Kópavogsdalinn og kíktum á fuglana þar.  Þetta finnst litla prins vera eitt það skemmtilegasta sem hægt er að gera.  Var samt smá reiður við þessar gæsir því ein gerðist svo kræf að hún greip brauðbita úr höndunum á honum og glefsaði aðeins í fingurna á honum í leiðinni.  Hann leit á hana og sagði reiðilega " það má ekki bíta mig bara brauðið".  Ég átti alveg bágt með mig að fara ekki að hlægja sérstaklega þegar gæsin elti hann og hann hélt áfram að skamma hana.  Bara dúlla þessi drengur.

þangað til næst.  Farið vel með ykkur.

knús og kram.


í lok vikunnar..

er gott að rifja aðeins upp hvað maður gerði skemmtilegt í vikunni.  Á miðvikudaginn byrjaði ég reyndar á því að fara til tannlæknis.  Kannski ekki það skemmtilegasta sem maður gerir en bráðnauðsynlegur andsk. annað slagið.  Eftir pyntingarnar í stólnum (djók) náði ég í unglinginn í dagvistunina og svo var brunað og náð í litla prins í leikskólann, því nú skyldi arkað til Sýslumanns og fá vegabréf fyrir draumaferðina.  Þvílíkt og annað eins fjör eða þannig.  Byrjaði á því að unglingurinn sat sem fastast á gólfinu og neitaði að hreyfa sig.  Loksins þegar ég náði honum upp á stólinn til að taka mynd var ekki séns að fá hann til að horfa beint áfram.  En loksins náðist mynd og starfsmennirnir sögðu við notum þessa.  Ég leit á hana og þverneitaði að láta þessa mynd í passan.  Ef hann hefði mætt á svæðið með þessa mynd í passanum hefði okkur verið hent úr landi því hann leit út eins og Quasi Moto.  Ég var grimm og fékk það í gegn að önnur mynd yrði tekin, thank god.  Fengum ágætismynd af honum í passann.  Litli prins var næstur, setti upp hið mesta gervibros sem ég hef á ævinni séð og taldi sig í góðum málum.  En nei talvan neitaði myndinni því hann var ekki nægilega nálægt.  Svo það varð taka tvö og þrjú og fjögur og í fimmtu tilraun kom loksins mynd sem var hægt að nota.  Ég lofaði sjálfri mér því að eftir 5 ár fer unnustinn með þá í vegabréfsleiðangur.  Litla prins fannst ferlega skrýtið að hann fengi enga mynd eftir að hún var tekin af honum en ég sagði honum að eftir marga daga myndi vegabréfið koma til okkar.  Á föstudaginn þegar við komum heim beið póstur með nöfnum þeirra á gólfinu í forstofunni.  Litli prins fékk að opna sitt bréf og varð voða hissa að sjá vegabréfið komið og spurði undrandi  eru margir dagar búnir að koma?  Skiljanlegt að hann hafi talið það þar sem ég bjóst ekki við að fá vegabréfin í hendurnar fyrr en eftir 10 daga eða svo.

Í kvöld er árshátíð í vinnunni minni.  Unglingurinn stakk af til ömmu og afa og litli prins fær frænku sína í heimsókn til að passa sig.  Ekkert smá spenntur.  Við ætlum að vera með smá fyrirpartý áður en við skellum okkur á djammið og er komin smá djammspenningur í mína.  Búin í klippingu og litum og kjóllinn bíður inn í skáp eftir að réttur tími komi til að skella sér í the gladrag.  Best að fara að þrífa áður en fólkið kemur.

Hér kemur eitt sem kemur mér alltaf í stuð. 

Góða helgi.


" Það eru ekki kartbullur í sjónum"

Litli prins fór í vikunni með leikskólanum í Nátturgripasafnið í Kópavogi.  Fannst honum það mjög spennandi.  Það sem var mest spennandi var beinagrind af hvali.  Þegar ég kom að sækja hann þurfti hann mikið að segja mér frá hvalinum.  Sagði mér að hvalir borðuðu mikið af fiski.  Ég spurði hann hvort þeir vildu ekki kartöflur með fiskinum horfði hann á mig mjög hneykslaður og sagði " Nei þeir borða bara fisk, það eru ekki kartbullur í sjónum".  Ég átti svo bágt með mig að springa ekki úr hlátri.  Þvílíkt hvað hann var hneykslaður á þessari kellu.

Núna er ég bara að bíða eftir að unnustinn komi heim.  Samkvæmt heimasíðu flugleiða á hann að lenda um kl 22:28.  Hann er búin að vera úti síðan á þriðjudaginn og er mikil tilhlökkun á heimilinu að fá hann heim.

Í morgun var verið að halda upp á starfsafmæli hjá einum í vinnunni.  Hann á 30 ára starfsafmæli og það var einnig afmælisdagurinn hans.  Þar sem hann á afmæli á þessum skemmtilega degi var þetta 14 afmælisdagurinn hans.  Við tókum okkur saman og gáfum honum gjafir sem 14 ára strákar gætu haft gaman af.  Hann fékk m.a. vínylplötu, bókina tár, bros og takkaskór, hauskúpulyklakyppu og svartan stuttermabol með stillimyndinni framan á.  Vakti þetta mikla lukku.  Ekkert smá gaman að brjóta daginn upp með veislu.

Hafið það gott um helgina.

p.s. Hákon Þ. til hamingju með daginn í dag


Bloggleti.

Það er búin að vera ferleg bloggleti eitthvað í mér.   Unnustinn er erlendis og þá nennir maður ekki að gera neitt nema slappa af eftir að skrákarnir sofna.  Litli prins reynir nú að nýta sér það að pabbi sé ekki heima og vaknar á nóttunni til að fá að koma upp í.  Í fyrrinótt var ég búin að færa hann aftur í sitt rúm og rétt að sofna þegar það er bankað í mig aftur.  Ég á að sofa upp í hjá þér.  Ég var auðvitað fljót að segja nei þá sagði hann hættu nú þessu rugli pabbi sagði það.  Þið getið auðvita giskað á hvar hann svaf þá nóttTounge.  Í kvöld bauð ég mömmu, pabba og bróa í mat.  Gerði uppáhaldsmatinn hans bróa míns sem er lasange.  Ég var ekki nógu sátt við það, ekki alveg rétta bragðið af því.  Kannski var ég ekki nógu þolinmóð að láta hvítu sósuna þykkna því hún var nánast eins og rjómi.  En allir voru ánægðir með það og vel borðað.  Unnustinn kemur heim annaðkvöld og ég hlakka ekkert smá mikið til.  Það er alltaf svo gott þegar við erum öll saman.  Jæja best að hætta þessu núna og fara að læra.

Farið vel með ykkur.

Knús og kram.


smá montfærsla

Ein bara í montfærslunum núnaTounge.  Í morgun þegar ég var að klæða mig heyrði ég að litli prins var búin að opna fyrir bróðir sínum og var eitthvað að bardúsa.  Þegar ég kom fram var hann búin að taka til morgunmat fyrir þá bræður og lýsið fyrir sig.  Algjör dúlla.  Tilkynnti mér svo að Unglingurinn hefði sagt honum að hann vildi vanilluskyr en hann mætti fá bananaskyrið.  Bara krútt.  Þó mér finnist þetta æðislegt þá finnst mér það frekar sorglegt að hann þurfi að finnast hann knúin til þess að aðstoða bróðir sinn ef við erum ekki nógu fljót að redda hlutunum að hans mati.

Í dag er unglingurinn að fara með liðveislunni sinni á flakk og við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt með litla prins.  Ætti nú að vera að læra undir krossapróf sem ég á að taka í vikunniCrying.  Æ geri það bara í kvöld þegar gullin mín eru sofnuð.

Eigið þið góðan dag.

knús og kram.


Stollta mamman

Fórum á fimmtudaginn í foreldraviðtal í leikskóla litla prins.  Mér fannst mjög áhugavert að hlusta á hvað þar var sagt því margt sem hann er ekki að gera þar er hann mjög duglegur að gera heima.  Reyndar kom það í ljós að hann er að fá alltof góða þjónustu heima því hann reynir allt sem hann getur til að láta klæða sig í útifötin.  Núna er hann í miklu prógrammi hjá okkur að klæða sig sjálfur.  Ég held samt að þetta sé skiljanlegt þar sem bróðir hans getur ekki klætt sig sjálfur þá finnist honum það sjálfsagt að hann sé líka klæddur í fötin.  Hann getur þetta alveg en hitt er bara miklu þægilegraWink.  Ég var mjög glöð að heyra að hann er mjög vel liðinn af öllum, er með góða sjálfsmynd (er konungur alheimsins, fyrir þá sem kunna eitthvað í uppeldisfræðum) sem sagt hann er bestur, frábærastur og allt það.  Hann á bestu vini sem hann leikur sér mikið með en er samt ekki að skilja aðra útundan.  Ég er alveg farin að sjá þetta fyrir mér þegar hann verður eldri.  Ég verð með fullt hús af krökkum alla daga.  Verð samt að viðurkenna að mér finnst þetta allt æðislegt.  Þekkjum þetta ekki með unglinginn þar sem hans vinir eru eins og hann. 

Er búin að ákveða að hafa rólega helgi.  Bara slappa af og njóta lífsins með gullunum mínum.  Reyndar ætlar unglingurinn að hitta liðveisluna sína á morgun og þá gerum við að öllum líkindum eitthvað með litla prins á meðan.  Unglingum finnst mjög gaman að fara með liðveislunni sinni.  Ef maður talar um hana brosir hann og gefur frá sér gleðihljóð.  Í gær ætlaði hann að vera eitthvað óþekkur við að taka lyfin sín.  Ég horfði á hann og sagði "Ef þú tekur ekki inn lyfin getur þú ekki hitt liðveisluna um helgina" eins og við mannin mælt tók hann inn öll lyfin án þess að vera með stæla og borðaði matinn með bestu lyst.  Hann gerir greinilega allt til að hitta liðveisluna.  Þetta gladdi líka mömmuhjartað mikið því mér finnst þetta sýna að skilningur talaðs máls hefur aukist hjá honum.  Það er greinilegt að framfarirnar ætla ekki að hætta þó svo að sé komin á 17 ár.

Hafið það gott um helgina. 

Knús og kram.


Fyrir 50 árum.

Þann 6 febrúar sl. voru 50 ár síðan  liðsmenn Manchester united ásamt fréttamönnum og öðrum ferðalöngum lentu rosalegu flugslysi.  23 létust og þar af voru 8 liðsmenn United.  Sjö létust strax en einn lifði í 14 daga þar til hann lést af sárum sínum.  Margir liðsmenn slösuðust, sumir komust aldrei aftur á völlinn en margir urðu meistarar með sínu liði.  Ástæðan fyrir því að ég er að rifja þetta upp núna er að mínir menn voru að spila sinn fyrsta leik eftir minningarathöfnina sem var á miðvikudaginn og eitthvað gekk þeim ekki eins og skyldi.  Töpuðu fyrir erkióvininum með einu marki.  Ég verð nú að viðurkenna að ég var að vonast til þess að þeir yrðu svo uppveðrarðir af þessum atburði að þeir myndu sína sínar bestu hliðar en í staðinn var eins og allur kraftur væri úr þeim.  Ferlega fúlt.  Hefði verið til í meira spennandi leik.

Læt fylgja með mynd sem ég tók í október þegar ég fór á leik og fór síðan í skoðunarferð um svæðið.  Þessi mynd er tekinn inn í herbergi sem er tileinkað þessu slysi.12680008

Vonum bara að Mancester verði búið að hrista af sér slenið fyrir næsta leik.


Síðustu dagar og veikindi

Þá eru þeir farnir og koma ekki aftur fyrr en á næsta ári þeir félagar bollu-, sprengi- og öskudagur.  Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þeir alltaf voða skemmtilegir.  Síðasta sunnudag ákvað ég að bjóða mömmu, pabba, bróa og litla púkanum hans í bollukaffi.  Það var ekkert smá gaman.  Þegar ég hringdi í þau vildi litli púki tala við mig.  Ég spurði hann að því hvort hann vildi ekki koma að heimsækja frænku og þá svaraði hann já borða Bediþ.  Það vill nefninlega þannig til að alltaf þegar hann kemur í heimsókn býð ég þeim í kaffi eða mat.  Litli kúturinn komin með matarást á frænku sinniTounge.  Unglingurinn var mjög ánægður með bollukaffið og borðaði vel.  Á mánudaginn fór hann svo í skólann með fullt nestisbox af bollum.  Hann er núna í skammtímavistuninni og kemur ekki heim fyrr en á mánudaginn.  Hlakka ekki smá mikið til.  Á þriðjudaginn buðum við vinafólki okkar í mat og var það mikið fjör.  Litli prins var nú ekki á því að þessi súpa væri eitthvað góð en vildi þó fá að smakka.  Eftir smá stund heyrðist mér finnst svona súpa ekkert góð.  Datt mér ekki í hug alveg eins og pabbi sinn.  Þó ég sé búin að gefast upp á því að bjóða unnustanum súpuna er ég ekki af baki dottin með að láta litla prins borða hana.  Það er svo leiðinlegt að sitja einn og borða súpuna.  Við vorum búin að vera lengi að leita af búning fyrir litla prins fyrir öskudaginn en hann var sko ekki á því að vera í hverju sem er.  Eina sem kom til greina var Bósi ljósár.  Við vorum búin að þramma hverja búðina á fætur annari og aldrei fannst búiningurinn.  Síðan var mér bent á Einu sinni var.  Ég var auðvitað fljót að hringja þangað en því miður hann er bara búin nema einn sem er fyrir 7-8 ára.  Nú voru góð ráð dýr þar sem litli prins er svolítið ákveðinn og erfitt að láta drenginn skipta um skoðun.  Svo á þriðjudaginn var aftur farið af stað og leita af búinin.  Og þetta var einhvernveginn svona:

litli prins:  Vá þarna er shrek

ég: Viltu shrek?

litil prins: Nei, bara Bósa.

Ég: en bósi er ekki til.  Athugaðu hvort þú sjáir eitthvað sem þú vilt vera.

Litli prins: Vá spiderman

ég: viltu fá spiderman?

hann: nei, bara skoðan hann.

hann: Vá superman, en ég vil ekki fá hann.

ég: dæs, sérðu ekkert sem þú vilt.

Hann: Mamma ég fann leifur mcqueen.  Ég vil hann.

Ég: YES (í huganum).  Komdu við skulum borga hann.

Ég er búin að ákveða að pabbi hans fari með hann á næsta áriGrin

Núna situr hann upp í rúmi svo slappur þar sem hann fékk ælupest í gærkvöldi.  Var að þangað til um 4 í nótt.  Síðan þegar hann vaknaði í morgun er hann búin að vera að rifja upp gærkvöldið.  Ég vill ekki verða svona veikur aftur.

Verð að hætta ungir prinsar vilja fá eplasafa.  Farið vel með ykkur.

Knús og kram


Ekkert smá ánægð núna

Var í fyrsta kaflaprófinu í LOL-inu (sjálfspróf) sem var úr kaflanum um blóð og ég svaraði 95% spurninganna rétt.  Ekkert smá ánægð með sjálfa mig núna.  Fannst ég gjörsamlega ekkert vita áður en ég tók prófið og ákvað að láta slag standa og sjá hvernig mér myndi gangaTounge.  Byrja að lesa næsta kafla í kvöld en þá fer ég að læra um hjartað.  Mér finnst þetta voða spennandi.  Færi þó ekki þannig að maður myndi verða líffræðingur LoL.  Held samt ekki.  Kannski maður ætti bara að drífa sig í kennarann og kenna líffræði.  Hver veit nema maður láti sig vaða einhverntíman.

Í gærkvöldi vorum við að gera lokabreytingar á teikningunum af nýja húsinu.  Reyndar breyttum engu en vorum að spá í hvort við ættum að breyta gluggunum.  Þetta verður ekkert smá flott (vonandiWink) A.m.k. ætla ég að reyna mitt besta að hafa þetta sjálfhreinsandi hús þannig að ég mæti bara heim á daginn og þá er allt skínandi hreintGrin.  Maður má láta sig dreyma.    Jæja best að hætta þessu bulli og fara að læra.  Skjáumst síðar.


Ég sá að....

... það þýðir ekkert að vera svona svartsýnn eins og ég var í fyrra bloggi.  Tók mig á og ákvað að gera það sem mér finnst einna skemmtilegast að gera.... að baka.  Ákvað að skella í hjónabandssælu því hún er einna vinsælust hér á bæ, en ég komst í svo mikið stuð að þrjár aðrar gerðir af kökum litu ljós.  Nú vantar mig bara að það komi gestir svo þetta endi ekki allt upp í mér( má nú ekki við því Tounge).  Ég hefði örugglega haldið áfram ef ég hefði átt meira af eggjumWink.  Mér finnst alltaf ágætt að eiga eitthvað í frystinum ef það koma óvænt gestir. 

Núna sit ég við tölvuna og hlusta á diskinn sem Einar Ágúst gaf unglingum.  Þetta er ekkert smá góður diskur.  Hann er svo einlægur.  Mér finnst ekkert eins gott og að hlusta á góða tónlist ef hugurinn fer að fara í svartsýnisham.  Tónlist er mjög mikilvæg fyrir mig.  Þegar mestu erfiðleikarnir voru með unglinginn og við vorum sem mest á spítalanum sat ég oft annað hvort með hann í fanginu eða lá hálfvegis upp í rúmi hjá honum og söng með tónlist sem við vorum að hlusta á eða einhver lög sem ég vissi að honum fyndist skemmtileg.  Enda er hann eins og mamma sín elskar að vera með tónlist í kringum sig.  Síðan sýnist mér að litli prins ætli að vera svona líka því hann er alltaf syngjandi.  Stundum þegar við erum að fara í leikskólann og hann heyrir lög í útvarpinu fer hann að syngja með og síðan heyrist " mamma þetta er gott lag".  Bara sætastur.  Hvernig á maður að geta verið í vondu skapi þegar maður á svona gullmola eins og þeir eru.  Skil það ekki. 

Hef þetta nóg í bili.  Litli prins er að biðja mig um að leika við sig í sjóræningjaleik.  Auðvitað gengir maður þeirri beiðniLoL  Ruplum og hænum (eins og litli prins segir)

Þangað til næst.  Knús og kram.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband