21.9.2007 | 19:57
Smá fyrir helgina.
Var komin með alveg frábæra sögu til að skrifa inn en um leið og ég settist við tölvuna datt hún út.
Í vinnunni hjá mér er mikill FH- ingur. Hún fer á alla leiki sem hún kemst á og ræðir um boltann bak og fyrir. Þegar hún fór úr vinnunni í dag bað hún mig um að senda góða strauma til hennar og hennar manna á sunnudaginn. Ég var nú ekki alveg á því þar sem Man. utd á að spila á móti Chealsea klukkutíma áður en leikurinn byrjar hjá FH. MÍNIR menn verða sko að fá allan þann stuðning sem þeir geta fengið.
Í morgun var minn hópur með föstudagskaffið í vinnunni. Við erum búin að skipta deildinni upp í nokkra hópa og á tveggja vikna fresti höfum við sameiginlegt kaffi og í dag var okkar tími. Ég lofaði að baka eitthvað og þegar ég kom heim í gær skellti ég í hjónabandssælu. Þegar ilmurinn byrjaði að koma frá vélinni ákvað ég að við fjölskyldan þyrftum nú að njóta góðs líka og skellti í form fyrir okkur líka. Ég verð nú að monta mig af því að allir í vinnunni voru voða ánægðir með kökuna og nokkrir fengu uppskriftina af henni. Ég skelli henni bara hérna líka.
Hjónabandssæla
3 bollar haframjöl
2 1/2 bolli hveiti
2 bollar púðusykur
1 stór tsk. lyftiduft
1 stór tsk. natron
250 gr mjúkt smjörlíki
1-2 egg
Öllu hrært saman og bakað við 160°C í 40 - 50 mín.
Njótið
19.9.2007 | 20:23
Gaurarnir mínir
Litli prins byrjaði í íþróttaskólanum í dag. Þvílík gleði og spenna sem var hjá ungum herramanni. Það eina sem skyggði á gleðina var það að íþróttaálfurinn var ekki þarna. Grey kallinn tók svo illa eftir að hann hélt að þetta væri íþróttaálfaskóli. Bara sætur. Enda er hann gjörsamlega búin núna eftir allan ærslaganginn í dag.
Unglingurinn er mjög ánægður í skólanum og kennararnir ánægðir með hann. Það kom þeim verulega á óvart hvað hann væri duglegur og væri farin að gera meira heldur en sagt var í gögnunum frá grunnskólanum. Enda höfum við séð mikinn mun á honum á síðustu mánuðum. Hann er kominn miklu lengra heldur en starfsfólk Greiningarstöðvarinnar sögðu að hann myndi nokkurntímann ná. IN YOUR FACE. nei segi bara svona. Ég veit Guðrún ég skulda þér út að borða.
Jæja best að hætta þessu bulli og fara að kíkja einn bloggvina hring.
Knús og kram til ykkar allra
17.9.2007 | 21:10
Ótrúlegur maður.
15.9.2007 | 12:59
Fjölgun
neeei ekki hjá mér sko
Karlpeningurinn minn var að eignast "litla" frænku í gærkvöldi. Daman var 18 merkur og 53 cm. Þetta er þriðja langömmubarn tengdamömmu á þessu ári. Litli prins er mjög ánægður að eiga svona mikið að litlum frændsystkinum en gallin á þessu öllu er að hann er farin að rukka okkur um eitt. Stundum situr hann hjá mér og segir "mamma, þú átt að fá litla barnið í bumbuna þína". Áhugi minn er ekki alveg sá sami og hjá honum en hann reynir samt. Sagði til dæmis í morgun ég vil fá litla systir líka. Á bróðir og núna vil ég fá systir. Kröfur í ungum herramanni .
Að öðru. Hinn helmingurinn minn kom heim í gærkvöldi eftir að hafa skroppið til Manchester í sólarhring til að skila ritgerðinni sinni. Það verður nú að viðurkennast að það varð spennufall hjá öllum fjölskyldumeðlimum þegar síðustu orðin voru komin á blað. Í dag erum við að fara í skírnarveislu hjá frændsystkini nr 2 á þessu ári. Unglingurinn nennir ekki svona löguðu og skrapp til ömmu og afa í dekur um helgina. Hvað haldið þið að maður nenni að hlusta á einhverja grenjandi krakkagríslinga , það er miklu skemmtilegar að vera í dekri hjá ömmu og afa.
Eigiði góðan dag
12.9.2007 | 17:44
Manni langar svo margt
OOOOO ég vildi óska þess að ég kæmist á tónleikana sem Buff er að halda á morgun. Þeir eru með tónleika þar sem þeir spila lög eftir Paul McCartney. Ég er nú ekki neitt sérlegt Bítlafan en mér finnst alveg rosalega gaman að hlusta á Buffið spila. En því miður kemst ég ekki. Hinn helmingurinn er að fara erlendis í fyrramálið og að öllum líkindu kemur tengdamamma í heimsókn á morgun. Mig langar líka að fara út með honum en það er auðvitað ekki hægt núna. C'est la vie.
Ég fór í dag að skila afruglaranum fyrir Stöð 2. Þegar ég kom inn sá ég ekkert á skjánum hvert ég ætti að fara og fór heim að afgreiðsluborðinu. Ég bauð góðan daginn og daman leit upp og spurði mig hvort ég væri með miða. Ég sagði nei og þá sagði hún "það er nú ætlast til þess að fólk taki miða áður en það kemur hingað, en víst það er enginn að bíða skal ég aðstoða þig". Ég fór að hugsa það eftir á að auðvitað hefði ég átt að taka miða en ég bara vissi ekki hvort ég ætti að taka miða vegna fyrirtækjaþjónustu, gjaldkera og þjónustufulltrúa. Mér bara fannst ekkert að þessu passa við það sem ég var að gera. Og ef ég var dónaleg þá biðst ég innilegrar afsökunar. Litli prins var með mér og spurði þegar við komum út í bíl hverju við hefðum verið að skila. Ég sagði honum það að nú værum við hætt með stöð 2 og ég hefði þurft að skila afruglaranum. Hann fór að hágráta og sagði að hann vildi ekki hætta með stöð 2 og það mætti ekki taka sjónvarpið. Grey prinsinn hélt að hann myndi ekki geta horft á neitt sjónvarp ef mamma skilaði afruglaranum inn. Bara sætur
8.9.2007 | 18:26
Businn minn
7.9.2007 | 23:28
Æðislegt kvöld
Var að koma heim af frænkukvöldi. Það var ekkert smá gaman. Spjölluðum saman, borðuðum, drukkum og hlógum eins og okkur einum er lagið.
Ég vil nota tækifærið og þakka Rakel frænku fyrir heimboðið. Maður sér það á svona kvöldum hvað maður þarf að hitta ættingjana oftar. Erum reyndar komnar með þá reglu að hittast alltaf fyrsta fimmtudag í mánuði á kaffihúsi og spjalla saman. Ætlum síðan að fara eitthvað út að borða seinna í vetur og njóta þess að vera saman og kynnast betur. Þó svo að við séum náskyldar þekkir maður nánast ekkert ættingjana. Aldursbilið á okkur er stórt en samt skiptir það engu máli. Það er talað við alla eins og jafnaldra. Reyndar finnst manni þetta stundum sniðugt þegar elsta barnabarn ömmu og afa fer að tala um að hún hafi eignað sér mig ( það er 20 ára aldursmunur á okkur) og um leið og ég skrifa þetta hugsa ég til litla prinsins míns og barnabarnanna hennar tengdó. Það er 23 ára aldursmunur á honum og elsta barnabarninu hennar tengdó. Það er ekkert smá. En svona er það bara þegar maður er barn yngsta barns ömmu og afa.
Jæja nú ætla ég að fara að sofa því prinsarnir mínir vakna örugglega á sínum ókristilega tíma um kl 6.
Góða nótt
7.9.2007 | 18:31
Frábærar sýningar
Við hjónaleysin fórum í gær að sjá afmælissýningu Ladda. Þvílíkt stuð sem það var. Var eiginlega með harðsperrur í maganum á eftir Ef eitthvað er verður hann bara betri með árunum.
Í dag fór ég með unglinginn og litla prins á foropnun á sýningu Mary Ellen Mark, Undrabörn sem er í Þjóðminjasafninu. Þetta var bara æðislegt. Unglingurinn gekk þar um eins og fyrirsetill og sýndi sig. Spjölluðum aðeins við Mary Ellen og Mark manninn hennar. Þeim fannst hann hafa stækkað svo mikið síðan þau sáu hann síðast. Krakkar úr Vesturbæjarskóla spiluðu nokkur íslensk þjóðlög og síðan voru haldnar nokkar ræður. Allir töluðu um hvað þetta væri óþvinguð opnun og eina sem mér datt í hug var að þetta yrði aðeins meira snobb á morgun þegar menntamálaráðherra ásamt fleira fyrirliði verður á staðnum. Ég var nú búin að dásama þessa sýningu áður en núna þegar allt var komið á sinn stað þá er hún miklu flottari. Það eiga allir heiður skilið sem standa að þessari sýningu.
6.9.2007 | 17:51
Ef þetta er ekki satt...
6.9.2007 | 17:37
Fundur 1 með arkitektinum
Í gær fóum við hjónaleysin á fund með arkitektinum sem er að teikna nýju hýbýlin okkar. Þetta var fyrsti fundur og kom hún með nokkar tillögur. Eftir miklar bollaleggingar komumst við að niðurstöðu og ætlar hún að fínpússa hana. Ég verð nú að viðurkenna að mér hefur fundist þetta allt frekar draumkennt og þannig séð ekkert verið að spá í þessu. En í gær þegar ég sá teikninguna svarta á hvítu kom upp í mér að við yrðum að gera þetta súperdúper vel þar sem þetta yrði að öllum líkindum heimilið okkar þangað til annaðhvort dauði eða ellikelling koma. Hausinn á mér er búin að vera á overdirvei í allan dag með pælingar og hugmyndir sem myndu gera húsið að griðarstað allra fjölskyldumeðlima og með besta aðgengi sem hægt er fyrir unglinginn. Breiðari hurðar, allt jafnslétt, góð herbergi fyrir alla o.f.l. o.f.l.
En í kvöld ætla ég sko ekki að vera að spá í þessu. Við hjónaleysin ætlum að kíkja á sýninguna hans Ladda og vonandi hlægja okkur hálfmáttlaus. Litli prins verður heima í góðu yfirlæti hjá frænku sinni. Segi ykkur á morgun hvernig var.