26.10.2007 | 21:09
Ég dýrka....
...þættina um dr. House. Hann er bara æði. Svo kaldhæðinn og sjálfumhverfur. Hugh Laurie er einn af mínum uppáhaldisleikurum. Mér finnst alveg frábært að breskur leikari geti talað með svo amerískum hreim eins og hann. Það er svo skrýtið með mig að ég heillast af þáttum eins og House, C.S.I. og þess háttar þáttum en fæ alltaf óhug ef ég þarf að láta taka blóð úr mér. Ég persónulega gæti ekki orðið læknir. Var á tímabili að hugsa um að læra meinatækninn en hætti snögglega við þegar ég uppgötvaði það að meinatæknar taka líka blóð. Þarf aðeins að hugsa mig um í viðbót. Fer kannski í skóla þegar ég er orðin gömul.
Farið vel með ykkur. Knús og kram,
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.