Dagurinn í dag

Í morgun fór ég með unglinginn í eftirlit hjá lækninum hans.  Ég var búin að vera með svolítin hnút í maganum þó svo að allt sé búið að ganga mjög vel með hann.  Ég er alltaf svo hrædd um að eitthvað komi í ljós sem geri það að verkum að hann eigi eftir að byrja að krampa á ný.  Það kom nefninlega í ljós þegar við fórum að ræða saman að það eru komin um 5 ár síðan unglingurinn fékk krampa síðast.  Það hefur reyndar annað verið að plaga hann síðan þá en manni finnst það eitthvað svo lítilvægt þegar maður ber það saman við krampana.

Þegar við komum inn á stofuna til læknisins sagði hann að nú væri unglingurinn enn einu sinni að brjóta blað í sögunni þar sem að hann væri fyrsti sjúklingurinn sem kæmi á hina nýju flogaveikisdagdeild.  Þannig er mál með vexti að ákveðið hefur verið að á þriðjudögum taka tveir læknar og hjúkrunarfræðingur á móti börnum sem eru með flogaveiki.  Og auðvitað var fyrsti dagurinn í dag og unglingurinn skráður í fyrsta tímann.  Flottastur, að sjálfsögðuWink.  Vegna þessa þurftum við aðeins að rifja upp sjúkrasöguna og var það mjög áhugavert.  Sumt var maður búin að gleyma en öðru gleymir maður aldrei.  Unglingurinn kom mjög vel út úr skoðuninni og eina sem er eftir er að fá niðurstöðurnar úr blóðprufunum sem voru teknar.  Í þeim kemur fram lyfjagildi og statusinn á innri líffærum og blóði.  Við eigum að fá niðurstöðurnar á morgun eða fimmtudaginn.  Verð að viðurkenna að ég verð ekki 100% róleg fyrr en ég er búin að fá niðurstöurnar. 

Þegar við vorum að fara heyrði ég að læknirinn hans var að tala við annan lækni og sagðist ætla að sýna henni mjög áhugaverðar niðurstöður sem komu fram í heilalínuritum á unglingnum fyrir 14 árum síðan.  Ótrúlegt hvað sumir læknar hafa gaman í því að grúska.  Ég ætti kannski að skella mér í læknisfræðina því mér finnst alveg æðislegt að grúska svona.  Ef ég heyri einhverja sjúkdómsgreiningu sem ég hef ekki heyrt um áður eða langar að vita meira um ligg ég á netinu og les nánast allt sem ég kemst yfir.

Betri helmingurinn er að koma heim í fyrramálið eftir að hafa aðeins skroppið til Kanada á fund.  Hann fór út í gærdag, fundur í morgun og kemur heim í fyrramálið.  Örugglega hundleiðinlegt að fara svona.  Ég er nánast hætt að öfunda hann á því að vera alltaf á einhverju flakki út af fundum eða ráðstefnum tengdum vinnunni.  Þá frekar vil ég fara sjaldnar út og gera eitthvað sem mér finnst skemmtilegt.

Þangað til næst.  Knús og kram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lahangflottastur sko

Bryndís R (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gott að heyra að það hafi komið gott úr blóðprufunum flottur strákur knús til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 1.11.2007 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband