Gott veður og gott að borða

Þar sem veðrið var svo gott bæði í gær og í dag ákváðum við á minni deild að skella okkur út að borða í hádeginu.  Fórum á Santa Maria sem er við hliðina á 22 á laugaveginum.  Maturinn var mjög góður og gaman að geta setið úti (þó að það hafi verið svolítið kalt fyrst).  Það sem mér fannst mjög flott er að enginn réttur fer yfir 990 kr. Fékk mér steik og kartöflur sem voru bara æði. Maturinn þarna er alvöru mexikóskur matur ekki tex-mex matur.  Reyndar leyndust hamborgarar, samlokur og franskar þarna en annars var þetta bara girnilegur mexikanskur matur.   Ég á örugglega eftir að fara þangað aftur.  Reyndar var aðalástæðan fyrir því að við fórum út að borða sú að ein sem er að vinna með mér er að fara að flytja til Bandaríkjanna og verður hennar sárt saknað.

Eftir vinnu náði ég í unglinginn í dagvistina og fórum síðan í sumarhátið hjá leikskólanum hjá litla prins.  Var það mikið fjör.  Hoppað í hoppukastala, leikið sér úti og síðan voru borðaðar grillaðar pylsur og notið lífsins.  Enda eru gullin mín frekar dasaðir núna.  Bara sætastir eins og alltafWink.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það var gaman hjá þér að fara út að borða svo áttu svo yndislega syni Bergdís mín. Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 12.6.2008 kl. 19:45

2 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Já það er gott að vera til, njóttu dagsins.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 13.6.2008 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband