15.6.2008 | 11:47
Ótrúleg ósvífni.
Ég sé ekki af hverju henni ætti að vera sýnd miskun og vera látin laus þar sem hún er dauðvona þegar hún sýndi enga miskunn við að drepa þessa einstaklinga, sérstaklega ófríska konu og barn sem var tilbúið að koma í heiminn. Ekki fékk það tækifæri til að lifa. Lífstíðardómur er lífstíðadómur, ekki "æ hún er dauðvona gefum henni séns". Ég hef lesið mig til um þetta mál og verð að viðurkenna að þessir einstaklingar eiga ekki vorkun hjá mér, þó svo að þau hafi verið "heilaþvegin" af Manson. Konurnar voru hlægjandi og skríkjandi í réttarhöldunum og fannst það ekkert mál að þau hefðu notað blóð úr fórnarlömbum sínum til að skrifa á veggi. Hún á bara að vera áfram í fangelsi.
Vill fá frelsi áður en hún deyr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér þessi manneskja á ekki skilið að fá náðun.
Kristín Katla Árnadóttir, 15.6.2008 kl. 12:21
knús a þig elsku Bergdís mín.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.