6.7.2008 | 21:48
Bara ein vinnuvika eftir
og svo er ég komin í frí. Hlakka ekkert smá til. Ætla að taka 3 vikur núna þar sem ég tók 10 daga í frí þegar við fórum til Flórída fjölskyldan. Þetta er í fyrsta skiptið frá því að litli prins fór í leikskóla þar sem ég er ekki með honum í fríi allan þann tíma sem hann er í fríi. Hann og unnustinn eru sem sagt komnir í frí en ég og unglingurinn förum í frí næsta föstudag. Þetta er líka í fyrsta skipti sem unglingurinn tekur sér bara 3 vikna frí í dagvistunni og verður bara í viku með okkur því svo fer hann í sumarbúðirnar. Ég veit ekki afhverju en ég er með mjög mikið samviskubit út af þessu.
En að öðru og miklu skemmtilegra. Unglingurinn var með ömmu sinni og afa í húsbílaferðalagi um helgina. Þau fóru í Húsafell og fengu þau æðislegt veður, 20 stiga hita og niceheit. Restin af fjölskyldunni fórum í bíó í gær og sáum Kung fu panda. Það sem litla prins fannst þetta skemmtileg mynd og okkur reyndar líka. Mig langar að fara á hana á ensku og er að spá í að fara með unglinginn á hana í vikunni. Síðan fórum við í skírn í dag hjá vinafólki okkar. Litla prinsessan fékk nafnið Elín María. Tatiana og Bjarki, takk fyrir yndislegan dag. Litli prins naut sín í botn. Fékk gott að borða og útrás við að leika við aðra krakka. Núna eru prinsarnir sofnaðir með sælubros á vör og ég ætla að fara að njóta þess að vera í smá rólegheitum.
Farið vel með ykkur.
Knús og kram
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 23:07
Knús og kram til þín
Kristín Katla Árnadóttir, 7.7.2008 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.