20.8.2008 | 18:34
Smá stress í minni
Ég er búin að hafa svolitlar áhyggjur af Unglingnum mínum upp á síðkastið. Fundist hann vera fjarrænn og augun í honum hafa verið að tifa. Fyrir rúmri viku síðan vorum við að undirbúa svefninn og þá varð hann mjög fjarrænn og hendurnar á honum stífnuðu upp og byrjuðu að kippast til. Ég reyndi eins og ég gat að grafa niður áhyggjurnar mínar en hringdi síðan í lækni Unglingsins. Áhyggjur mínar voru staðfestar, Unglingurinn er farin að krampa á ný. Ég varð ekkert smá svekkt. Ég vissi auðvitað að þetta var krampi en ég vildi bara ekki trúa því að rúmlega 9 ára krampalaus tími væri á enda runnin. Það var aukið við lyfjaskammtinn hans og hann er bara hress. Eigum tíma hjá lækninum í september og þá verða málin hans skoðuð á ný. Ég verð alveg að viðurkenna að ég varð mjög svekkt yfir því að hann sé farin að krampa á ný en þetta er auðvitað hlutur sem hefur fylgt honum alla tíð og við megum alveg búast við að þetta gerist. Síðan kom auðvitað Pollýannan upp í mér, "þetta er bara búin að vera einn krampi og síðan nokkur störuflog, mundu bara hvernig þetta var í denn þegar hann var stundum að fá yfir 20 krampa yfir sólahringinn". Vona bara að aukningin á lyfjunum reddi þessu.
Annars er mest lítið að frétta af okkur. Litli prins unir sér vel í nýja herberginu sínu, reynir samt stundum að spila á mömmuhjartað með því að segja: " ég vil bara sofa hjá ykkur, það er bara betra fyrir mig" og setur upp þvílíkan bænasvip að manni langar bara að segja allt í lagi komdu þá. En hann fær að sofa í sínu herbergi og sefur mjög vel. Er núna í þvílíkum hlutverkaleik að það mætt halda að það væri þáttur í sjónvarpinu. Breytir röddinni eftir hvor kallin sé að tala og er með þvílíka leikhæfileika. Ef hann er ekki lítill sólargeisli sem lýsir mann upp ef maður fer að líða illa. Auðvitað er Unglingurinn líka mikill sólargeisli líka. Horfir á mann með sínum grænbrúnu augum og með skásettu glotti. Bara flottastir.
Þangað til næst
knús og kram
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vonandi leysa lyfin þetta, þarna sérðu mín kæra. Mömmur eru allra fljótastar að sjá breytingarnar.
Ragnheiður , 20.8.2008 kl. 18:39
Elsku kallinn.
Frænka sendir honum stórt knús og fallegar hugsanir yfir hafið.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 21:50
Gangi þér vel með unglinginn.
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 20.8.2008 kl. 22:30
Gangi þér vel með elsku piltinn þinn ég sendi þér góða strauma.
Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2008 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.