21.9.2008 | 22:32
Réttir og fleira.
Litli prins fór með ömmu sinni og afa í réttir í morgun og þvílíkt fjör sem það var. Hann var í því að draga í dilka og reka féið inn. Fannst þetta alveg æðislegt. Einn maður sem var þarna sagði að hann vildi fá hann aftur í að draga í dilka. "Þessi kann sko til verka, ekki eins og cherriosborðandi 101 börnin sem komu með mér í fyrra". Bara fyndið að heyra svona. Síðan fóru þau í smá ferðalag og enduðu í hesthúsunum hjá frænku minni. Þvílík sæla sem var hjá drengnum. Hann fékk að fara á hestbak, rollubak og leika sér við tvo ketti sem eru í hesthúsinu. Þegar hann kom heim var varla hægt að skilja hann því hann brosti svo þegar hann var að tala. Eitt af því sem hann sagði var "mamma finndu lyktina af mér, þetta er svona kinda og hestalykt, ég þarf að fara í bað". Bara sætastur.
Af Unglingnum er allt þokkalegt að frétta. Hann hefur ekkert krampað síðan á föstudaginn en þá fékk hann 3 krampa. Fannst það mjög erfitt því það eru nánast 9 ár síðan það gerðist síðast. Unnustinn er komin heim þannig að mér er mikið létt. Það er alltaf svo gott þegar allir eru heima.
Á föstudaginn var starfsdagur í leikskólanum hjá litla prinsi. Við ákváðum að kíkja í heimsókn til vinkonu minnar sem var að vinna með mér þegar ég var að vinna í bankanum. Og vá hvað var gaman að geta setið í rólegheitunum og talað saman. Litli prins spjallaði við litlu börnin hennar 2 og þegar þau fóru að sofa horfði hann á sjónvarpið þangað til stóri strákurinn hennar kom úr skólanum og léku þeir sér svo saman. Þegar við fórum þaðan ákváðum við að kíkja í aðra heimsókn. Fórum heim til vinkonu minnar og besta vinar litla prins. Þvílíkt fjör. Þeir skemmtu sér alveg konunglega að hittast svona fyrir utan leikskólann.
Í kvöld bauð ég mömmu og pabba í mat og þau komu heim með litla prins í leiðinni. Bauð þeim upp á Bayonais skinku með öllu tilheyrandi og ís og ávexti í eftirrétt. Mamma sagði að þetta hafi verið æðisleg veisla. Nánast eins og það væru komin jól. En eins og ég hef sagt nokkrum sinnum hérna, mér finnst svo gaman að hafa matarboð. Nóg í bili.
Hér koma nokkrar myndir úr réttunum
Mjög spenntur ungur herra
Duglegur að reka féið
Litli prins hinn mikli kindahvílsari
og ein úr hesthúsunum þegar hann var að þakka hestinum fyrir að leyfa sér að fara á bak.
Knús og kram til ykkar allra.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ó ! kindunum finnst hann svaka sætur hehe - ég skil þær vel. Hann er óumdeilanlega með fallegri börnum sem maður sér á lífsleiðinni..alger sjarmör
Ragnheiður , 22.9.2008 kl. 12:19
KLUKK
Letilufsa, 22.9.2008 kl. 21:52
uhmm... fæ alveg vatn í munninn við að lesa um matarboðið. Þú ert meistarakokkur! Æðislegar myndir
Bestu kveðjur úr sveitinni
Kristjana og co
Kristjana (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.