27.10.2007 | 14:40
Yndislegur morgun.
Í dag fékk unglingurinn afhendan ferðastyrk frá Vildarbörnum flugleiða. Þetta var alveg æðislegur morgun. Við héldum að við mundum fá afhent plagg og síðan yrði þetta búið en það var sko ekki rauninn. Við mættum á svæðið og þá var okkur boðið í salinn. Síðan voru ræðuhöld og flugfreyjukórinn sögn. Síðan var öllum börnunum afhentur styrkurinn. Eftir það var sungið meira og Kenia söngkona kom og söng lag sem hún gaf vildarbörnum. Það er þannig að ef þú niðurhalar þessu lagi fer allur ágóði til Vildarbarna Flugleiða. Hún er bara yndisleg. Síðan var boðið upp á pizzur, snittur og ís og köku í eftirrétt. Enn og aftur takk kærlega fyrir okkur.
Nú hefst bara hausverkurinn. Hvert skal fara með unglinginn. Einhverjar hugmyndir?
![]() |
40 börn komast í draumaferðina fyrir tilstilli Vildarbarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:43 | Facebook
Athugasemdir
Elsku Bergdís mín. Innilega til hamingju. Ég fékk tár í augun við að lesa þetta. Er ekki bara málið að skella sér í Disney með hersinguna ? Ég myndi gera það í þínum sporum. Þetta er kanski eini sénsinn hans að komast þangað.
Knús á ykkur elskurnar Yndislegt að heyra þetta. Þið eigið þetta svo sannanlega skilið.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 21:18
Sæl Bergdís:
Að fara með unglinginn til Disney í Orlando,eins og Guðrún Sagði þá er þetta kanski eini sénsinn fyrir hann að koma þangað.
Ég hef komið í Disney World í Orlando og það var rosaleg upplifun,farðu með unglinginn þangað en umfram allt,hvert sem þið farið:SKEMMTIÐ YKKUR VEL.
Magnús Paul Korntop, 28.10.2007 kl. 21:57
Ég segi það sama til hamingju Berdís mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.10.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.