Góð helgi.

Helgin er búin að vera voða fín hjá fjölskyldumeðlimum.  Á föstudaginn voru tuskudagar í vinnunni minni.  Allar deildir voru að fínpússa hjá sér og voru í hinum ýmsu búningum.  Við vorum frekar leim í þessu í minni deild.  Klæddum okkur upp eins og fínar heimilisfrúr, í pilsum með svuntur og skuplu á höfði.  Þegar dómnefndin kom mútuðum við þeim með örfáum kleinum því það var svo mikið að gera hjá okkur að við gátum ekki bakað meiraTounge.  Síðan var eitthvað húllum hæ á eftir lokun en ég tók ekki þátt í því þar sem unnustinn er að taka þátt í hjólað í vinnuna og yrði ekki komin heim til að ná í litla prins og taka á móti rútunni hjá unglingnum.  Reyndar var mér alveg sama þar sem ég er ekkert mikið fyrir svona djammerí.

Á laugardaginn var farið í sveitaferð með leikskóla litla prins.  Skelltum okkur í Hvalfjörðin og sáum kindur, hest, kanínur, ketti og hænur.  Var aðal fjörið hjá mínum herramönnum að leika sér í heyinu.  Maður gekk eiginlega í smá barndóm þegar maður var þarna.  Í Grundarfirði var nefninlega fullorðin maður með kindur í miðjum bænum.  Fékk maður oft að koma þangað og sjá litlu lömbin og síðan að hjálpa við að koma heyi í hús á haustin.  Þá var sko gaman að leika sér í heyinu.  Ég verð eigilega að viðurkenna að maður saknar svolítið þess að það sé búið að koma fyrir framhaldsskóla á staðnum sem Jeri og Sella átti heima.  Hefði persónulega viljað að þessum stað yrði haldið til haga fyrir börnin í bænum.  En svona er framþróunin.  Eftir sveitaferðina hringdi mamma í mig og bauð okkur í mat um kvöldið.  Sem auðvitað var þegið með þökkumWink.  Fengum alveg rosalega góðan tælenskan rétt sem hún býr til.  MMMMMMMMM.  Voru það líka þreyttir herramenn sem komu heim eftir matarboðið.  Vildu reyndar ekkert fara frá ömmu og afa en það tókst með herkjum að koma þeim út.

Í dag fór Unglingurinn minn með liðveislunni á flakk.  Fóru að sjálfsögðu á Mc Donalds sem er þeirra staður og síðan skelltu þau sér í heimsókn í sumarbústað.  Kom hann sæll og glaður heim.  Ég og litli prins notuðum daginn í að kaupa stígvél og pollagalla þar sem pollagallinn hans er fóðraður var mér nánast bannað að koma með hann í leikskólann fyrr en í haust þar sem litli prins er svo heitfengur að hann kemur nánast blautari innan en utan gallans.  Við fengum mömmu með okkur og síðan var förinni heitið í Smáralind og kaupa gallann.  Var búin að ákveða að kaupa Wether report pollagalla í Hagkaup þar sem þeir eru bæði þokkalega ódýrir og góðir.  En litli prins er með ákveðnar skoðanir og endaði það þannig að hann er núna stoltur eigandi Latabæjar pollagalla og Latabæjar stígvéla.  Núna erum við hjónaleysin að þræta um það hvort ástæðan fyrir þessu sé að hann sé þrjóskur eins og mamma sín eða merkjasnobbari eins og pabbi sinnGrin.  Þrætan heldur áfram.  Kannski hann sé bara þrjóskur eins og pabbi sinnTounge.

Hafið þið það gott.

Knús og kram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já það er sjónarsviptir af túninu í miðju þorpinu...

Þrjóskur merkjasnobbari ? Hehehe

Ragnheiður , 18.5.2008 kl. 20:03

2 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

 

Kíkti við
Custom Smiley Ég held með stráknum, þrjóskur merkjasnobbari.  Er ekki sama hvaðan gott kemur.

Njótið dagsins lífsins og hvers annars.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 18.5.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

 

Hæhæ, hvað er að frétta?
Custom Smiley Njóttu dagsins.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 20.5.2008 kl. 05:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband