Bara gaman.

Í gær fór ég ásamt vinkonu minni og tveimur öðrum á tónleikana með Johnny Logan.  Ég verð nú að viðurkenna að ég fór ekkert voðalega spennt yfir þessu en VÁ hvað var gaman.  Byrjaði auðvitað með Sverri Stormskeri sem hitaði upp ásamt Snorra Idol.  Stóðu þeir sig mjög vel en vá kjafturinn á kallinum.  Maður sat hálf hlægjandi en í smá sjokki nánast í hvert skipti.  Síðan kom sjálfur Johnny Logan á svið ásamt bandinu sínu.  Maður bjóst við að hann myndi bara spila sín eigin lög en það var sko ekki.  Hann spilaði mikið af ískri tónlist sem hann var búin að breyta aðeins útsetningunni og auðvitað tók hann líka syrpu af þessu þremur lögum sem hann hefur komið að í Eurovision.  Það var svo gaman að því hvað hann talaði mikið til þeirra sem voru á tónleikunum og hvernig hann var við alla.  Tók t.d. eina og dansaði við hana, Stoppaði að syngja til að leyfa fólki að taka mynd svo fátt eitt sé nefnt.  Algjör professional í þessu.  Greinilegur croudpleser.  Þegar við fórum heim var bara komin ballstemming í fólkið.  Þeir voru ennþá að spila en gólfið nánast orðið fullt.  Mér fannst þetta góð byrjun á Eurovision helginni.

Ég er orðin voða spennt fyrir kvöldinu.  Gaman að sjá hvort Regína og Friðrik nái sömu útgeislun á sviðinu eins og á fimmtudaginn.  OOOOOOOO ég var svooo spennt.  Mamma og pabbi voru hjá okkur á fimmtudaginn og það var bara hlegið af mér þegar ég sat stjörf fyrir framan sjónvarpið og hoppaði síðan upp þegar Ísland var kallað upp.  Maður er náttúrulega bara bilaðu.  En kvöldið í kvöld verður bara skemmtilegt hvernig sem allt fer.

Hafið þið gott Eurovision kvöld.

 Knús og kram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Úrslitin komin og líka nýr dagur, njóttu hans. Dolled Up 

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 25.5.2008 kl. 08:54

2 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

kvitt kvitt.... ;o)

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 25.5.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

  Native American Chiefnjóttu dagsins.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 29.5.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband