Grillpartý og fleira

Ég, unglingurinn og litli prins vorum að koma úr grillpartýi hjá dagvistun unglingsins.  Mikið fjör og mikið spjallað.  Suma foreldrana hitti ég ekki nema þennan eina dag á ári og þá þarf auðvitað að fara yfir allt sem hefur á daga manns drifið.  Litli prins elskar alveg að fara þarna.  Það er svo mikið af dóti á yngri barna stofunum og RRRRisa stór garður sem er lokaður af.  Maður getur hlaupið um eins og maður vill.  Þvílíkt gaman.  Núna sitja þeir inni hjá unglingnum og horfa saman á teiknimynd.  Bíð bara eftir að það heyrist: " mamma bróðir minn er að taka í mig, getur þú ekki verið með hann frammi á meðan ég horfi á myndina í herberginu hans"  Tounge.  Þó svo að litli prins sé kominn með eigið herbergi núna finnst honum voða næs að sitja inn í herbergi bróðir síns og horfa á myndir hjá honum. 

Unnustinn er á FH- Aston Villa leiknum.  Held að það hlakki svolítið í honum þar sem hann er enginn FH maður.  Sagðist vera að fara til að styðja AVGrin.  Algjör rugludalllur.

Við vorum að panta okkur ferð ásamt vinahjónum okkar til Manchester (hvert annað) til að fara á leik og njóta þess að vera par.  Mér finnst að það ætti að vera skylda að foreldrar gætu verið einir eina helgi á ári (a.m.k) og notið þess að vera bara tvö.  Ég veit að við höfum rosalega gott af þessu.  Njótum þess í botn að geta legið aðeins lengur upp í og þurfa ekki að sinna hinum daglegu þörfum strákana.  Enda komum við vanalega tvíelfd til baka og njótum þess að vera fjölskylda á ný.  Ég er ekki að segja að ég hugsi ekkert til strákanna á meðan við erum í burtu því ég hugsa til þeirra oft á dag og auðvitað græða þeir á þessum ferðum.  Verslum alltaf fullt af fötum á þá og einhvert dót.  ég er alveg viss um þegar litli prins er orðin aðeins eldri fer hann að ýta okkur út í fleiri ferðir svo hann fái meira Tounge.

Best að hætta þessu bulli.  Læt fylgja þrjár myndir.  Tvær af strákunum þegar þeir sváfu í fyrsta skipti í nýju herbergi (litli prins) og nýju rúmi (unglingurinn) og síðan mynd sem ég tók á Laugavatni þegar ég var þar í lok júlí sem mér finnst alveg æðisleg.  Farið vel með ykkur.  Knús og  kram.

P8040013

P8040014

P7304868


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Yndisleg færsla og gaman að bræðrunum

Ragnheiður , 14.8.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Dásamleg færsla og hafðu það gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.8.2008 kl. 18:21

3 identicon

Yndislegt að heyra þetta Bergdís mín.  Þú átt yndislega drengi.

Knús í klessu.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband