smá samanprjón

Eftir að systir mín tilkynnti mér um fjölgun í fjölskyldunni er ég búin að vera frekar eirðalaus í puttunum.  Síðan um miðjan júlí er ég búin að prjóna 1 barnateppi (handa litla krílinu) og eina peysu.  Núna hef ég setið með prjónablöð og spáð og spekúlerað hvað ég eigi að prjóna næst.  Spurning hvort maður prjóni nokkrar jólagjafir eða kannski fæðingagjafir.  MMMMM veit ekki, en eitt er víst að ég verð að vera með eitthvað á prjónunum þetta haustið.

Fengum gleðifréttir vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar í vikunni.  Við getum byrjað í næstu viku Grin.  Það verður mælt út á mánudaginn og byrjað að taka grunninn á þriðjudaginn.  Loksins að eitthvað fari að gerast í þessum málum.  Ekkert smá ánægð með þetta.  Kannski að við komumst í nýja húsið fyrir jólin 2009, hver veit. 

Unglingurinn er búin að vera mjög hress síðustu daga.  Ekkert borið á krömpum síðan í byrjun vikunnar og hann farin að jafna sig á aukningu lyfjanna.  Skólinn byrjaði hjá honum á mánudaginn og er hann mjög sáttur við að nú sé hann kominn með stofu á FÁ.  Í fyrravetur voru þau í stofum út í bæ sem reyndar var allt í lagi því þær voru í sama húsnæði og dagvistunin.  Hann er búin að vera mikið að skoða húsnæðið og samkvæmt samskiptabókinni er hann mjög sáttur við allt.  Hann er soddan félagsvera að þetta á vel við hann.  Alltaf eitthvað um að vera og mér skylst að á miðvikudögum sé alltaf einhvert tónlistaratriði í hádeginu.  Bara fjör. 

Best að hætta núna.  Þarf að fara í rúmfatalagerinn að kaupa mér meira garn.  Set inn myndir þegar ég er búin að taka mynd af teppinu og peysunni sem ég er búin með.

Farið vel með ykkur.

Knús og kram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið ertu myndarleg að prjóna, gott að unglingunum er að hressast.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.8.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband