Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Long time no see

Vá hvað er langt síðan ég bloggaði.  Þó svo að ég hafi haft frá nógu að segjaWink.  Það er bara búið að vera nóg að gera í öðru.  Ég er dottinn niður í handavinnuna aftur og sit núna á kvöldin með prjóna í höndum í staðin fyrir fingur á lyklaborðiTounge.  Annars er bara nokkuð fínt að frétta af okkur.  Búin að fara á eina árshátíð og eitt kokteilboð síðan síðast.  Það var ekkert smá gaman á árshátíðinni, góður matur og Eurobandið spilaði fyrir dansi.  Bara fjör.  Hef ekki dansað svona í áraraðir hehe.  Reyndar var enginn dans stiginn með unnustanum þar sem hann dansar helst ekki.  En það er gott að hann eigi góða vini í vinnunni sem nenna að dansa við frúnnaTounge.

Unglingurinn er búin að vera þokkalega hress.  Erum reyndar að fara til læknisins hans á morgun og verð ég að viðurkenna að það er smá kvíðahnútur í maganum á mér.  Veit ekki hvort það verði ákveðið á morgun hvort lyfjunum verði breytt eða hvort við höldum ótrauð áfram með þann skammt sem hann er komin á núna eftir síðustu aukningu.  Vildi óska að við værum frekar í að minnka lyfin en auka.  En svona er lífið maður ræður þessu ekki.

Ég tók þá ákvörðun þegar allt fór til andsk. um daginn að ég ætlaði ekki að skrifa um það.  Ég lifi með því mottói að neikvæði dragi að sér neikvæðni og jákvæðni dragi að sér jákvæðni.  Svo bara BROSA, þetta lagast allt einhverntímanTounge

Reyni að muna að skrifa á morgun og láta ykkur vita hvernig gekk hjá doksa. 

Knús og kram


Einn góður

An American said:

" We have George Bush, Steivie Wonder, Bob Hope and Johnny Cash"

And an Icelander replied:

"We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope and no Cash".

 

Knús og kram


Afmæli og húsasmíðar

Í gær varð yndislegi litli prinsinn minn 4 ára.  Mér finnst það svo ótrúlegt að það séu komin 4 ár síðan hann skaust í heiminn.  Þessi litli gleðigjafi.  Auðvitað var haldin afmælisveisla fyrir hann og þvílíkt fjör sem það var.  Hellingur bakaður, heitir réttir og hin ýmsu sallöt.  Þegar við gáfum honum pakkan frá okkur spurðan mig að því hvort það ætti ekki að etja upp jólatréið.  Ég spurði á móti afhverju, þá svaraði hann á ekki að vera jólatré þegar maður fær pakka.  Maður þurfti að taka á öllum sínum að springa ekki úr hlátri og segja honum að tréið yrði sett upp þegar jólin kæmu.  Hann er eitthvað voða spenntur yfir þessu öllu saman.  Ég vil þakka öllum sem komu og þakka fyrir allar fallegu gjafirnar sem hann fékk.  Hann er búin ða vera mjög duglegur að leika sér að öllu dótinu sem hann fékk en það verður samt að viðurkennast að þrennt dót stendur ofar en öll hin.  Það er EVE vinkona Wall-e, bílabrautin frá bróðir hans og Turtles kall og hjól sem hann var á.  Síðan fékk hann tvö spil sem hann er búin að leika sér mikið með.  Við erum  búin að spila og hlægja mikið.  Annað er 3-D samstæðuspil og hitt er tré sem maður á að taka í laufblöð og passa upp á að maður kippi ekki í það sem hleypur öllum pöddunum út.  Bara skemmtilegt.

Unnustinn er búin að vera upp í lóð síðustu daga að byrja undirbúning á sökkli.  Fáum kubbana í vikunni svo það verður hægt að steypa fljótlega.  Ég er með svona kvíða- spennuhnút í maganum.  Mér finnst þetta rosalega spennandi allt en kvíði fyrir hvernig verði að fjármagna þetta og hvort allt muni ekki hækka upp úr öllu valdi.  Það kemur bara í ljós. 

Farið vel með ykkur.  Knús og kram  


klukkuð

Ég var klukkuð af einum af bloggvini mínum. Takk yndislega (eða þannigTounge).  En ég bregst ekki áskorunum og hér koma svörin.

Fjögur störf sem ég hef unnið:
Fiskvinnslukona, starfsmaður í leikskóla, gjaldkeri í banka og skrifstofustarf

Fjórar bíómyndir
:
Four weddings and a funeral, Mamma mia, About a boy, There's something about mary.

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Grundarfjörður, Akranes(meðan ég var þar í skóla) og Kópavogur. Sorry ég hef bara búið á 3 stöðum á ævin minni Tounge
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
House, Friends, Bones, CSI þættirnir (allir nema Miami hrollur) 


Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
Mbl.is, Facebook, innri vefurinn í vinnunni, Visir.is

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Manchester, Flórída, Mallorca, Glasgow

Fjórir uppáhalds réttir:
humar, Lambalæri, kjúlli, kínarétturinn hennar Valdísar frænku
Fjórar bækur:
Hús andanna, Þúsund bjartar sólir, spennubækurnar eftir Kay Hooper, Human anatomy
Fjórir óskastaðir akkúrat núna:
Flórída, Manchester, hér, Ástralía

Hvern á maður nú að klukka, hmmmmmmmmmmmm.


Pælingar litla prins.

Ég og strákarnir vorum að horfa á fréttirnar á föstudaginn og var viðtal við mann sem hafði lent í slysi og var lamaður.  Litli prins spurði mig að því afhverju maðurinn væri í hjólastól, ég var hin samviskusama móðir og sagði honum að maðurinn hefði slasað sig og nú gæti hann ekki gengið.  Hvernig slasaði hann sig, spurði sá litli

Ég: hann meiddi á sér bakið og mænuna.

Litli prins sat lengi vel hugsi, horfði svo á bróðir sinn og sagði: " Þegar bróðir minn var lítill slasaði hann sig á mænunni og þess vegna er hann fatlaður núna".  Þetta sætagull er greinilega mikið að spá í afhverju bróðir hans er svona eins og hann er.  Ég reyndi að útskýra fyrir honum að bróðir hans hafi ekki meitt á sér mænuna heldur væri hann fæddur svona.  Þá heyrðist bara ok, svo hann slasaði sig ekkert.Tounge

Bara gullmoli


Réttir og fleira.

Litli prins fór með ömmu sinni og afa í réttir í morgun og þvílíkt fjör sem það var.  Hann var í því að draga í dilka og reka féið inn.  Fannst þetta alveg æðislegt. Einn maður sem var þarna sagði að hann vildi fá hann aftur í að draga í dilka. "Þessi kann sko til verka, ekki eins og cherriosborðandi 101 börnin sem komu með mér í fyrra".  Bara fyndið að heyra svona.  Síðan fóru þau í smá ferðalag og enduðu í hesthúsunum hjá frænku minni.  Þvílík sæla sem var hjá drengnum.  Hann fékk að fara á hestbak, rollubak og leika sér við tvo ketti sem eru í hesthúsinu.  Þegar hann kom heim var varla hægt að skilja hann því hann brosti svo þegar hann var að tala.  Eitt af því sem hann sagði var "mamma finndu lyktina af mér, þetta er svona kinda og hestalykt, ég þarf að fara í bað".  Bara sætastur.

Af Unglingnum er allt þokkalegt að frétta.  Hann hefur ekkert krampað síðan á föstudaginn en þá fékk hann 3 krampa.  Fannst það mjög erfitt því það eru nánast 9 ár síðan það gerðist síðast.  Unnustinn er komin heim þannig að mér er mikið létt.  Það er alltaf svo gott þegar allir eru heima.

Á föstudaginn var starfsdagur í leikskólanum hjá litla prinsi.  Við ákváðum að kíkja í heimsókn til vinkonu minnar sem var að vinna með mér þegar ég var að vinna í bankanum.  Og vá hvað var gaman að geta setið í rólegheitunum og talað saman.  Litli prins spjallaði við litlu börnin hennar 2 og þegar þau fóru að sofa horfði hann á sjónvarpið þangað til stóri strákurinn hennar kom úr skólanum og léku þeir sér svo saman.  Þegar við fórum þaðan ákváðum við að kíkja í aðra heimsókn.  Fórum heim til vinkonu minnar og besta vinar litla prins.  Þvílíkt fjör.  Þeir skemmtu sér alveg konunglega að hittast svona fyrir utan leikskólann. 

Í kvöld bauð ég mömmu og pabba í mat og þau komu heim með litla prins í leiðinni.  Bauð þeim upp á Bayonais skinku með öllu tilheyrandi og ís og ávexti í eftirrétt.  Mamma sagði að þetta hafi verið æðisleg veisla.  Nánast eins og það væru komin jólTounge.  En eins og ég hef sagt nokkrum sinnum hérna, mér finnst svo gaman að hafa matarboð.  Nóg í bili. 

Hér koma nokkrar myndir úr réttunum

P9210080

Mjög spenntur ungur herra

P9210082

Duglegur að reka féið

P9210099

Litli prins hinn mikli kindahvílsari

P9210126

og ein úr hesthúsunum þegar hann var að þakka hestinum fyrir að leyfa sér að fara á bak.

 

Knús og kram til ykkar allra.


ÚFF PÚFF

Niðurstöðurnar úr blóðprufum Unglinsins voru að koma í hús í dag.  Og því miður hafa lyfjagildin ekki farið nógu mikið upp og hann heldur áfram að fá smá flog.  Varð ferlega svekkt þegar læknirinn hans sagði mér niðurstöðurnar, sérstaklega þegar hann talaði um að ekki væri æskilegt að auka lyfið sem var aukið síðast meira því hann er komin á svo stóran skammt að það er ekki gott að vera að auka það meira.  Því var aukið við hann lyf sem hann er búin að vera á sama skammtinum í nánast 5 ár.  Ef þessi aukning lagar ekki þessa krampa í honum er planið að skipta út einhverjum af lyfjunum hans fyrir nýtt lyf.  Held að það verði bara betra því þá er hann á færri lyfjum og minni skömmtum.  Æ þetta er svo ruglingslegt. 

Ég á að hafa samband við læknin hans eftir 2 vikur ef hann heldur áfram að fá einhverja krampa eða er slappari en vanalega, annars hittum við hann 21 október og þá verður farið aftur yfir stöðuna.  Vona bara hans vegna að þetta fari að lagast.

Við erum bara þrjú á heimilinu núna því unnustinn þurfti að skreppa til Saltvatnsborgar (Salt Lake city) í dag og kemur aftur heim á laugardagsmorgun.  Kannski er ég meira stressuð núna en áður af því að hann er ekki heima.  Það er svo gott að geta talað saman á kvöldin þegar gaurarnir eru sofnaðir og taka stöðuna hjá hvort öðru.  Veit ekki hvort ég heyri eitthvað í honum í kvöld eða bara í fyrramálið þegar hann verður komin á áfangastað.  Kemur bara í ljós.

Farin til að knúsa gullin mín tvö.  Unglingurinn er ekki alveg eins og hann á að sér að vera núna.  Smá tikk og vesen.

Þangað til næst.  Farið vel með ykkur , knús og kram.


Læknaheimsókn og minningabrot

Við fórum í morgun til læknis Unglingsins.  Eins og alltaf var Unglingurinn voða kátur þegar hann sá Barnaspítalann.  Veit það að hann fær alltaf alla athyglina þar.  Enda var það ekki spurning, um leið og hann hitti þau sem þekkja hann var eins og hann væri einn í heiminum.  Ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur á meðan hann er knúsaður og kyssturTounge.  Spjölluðum helling við læknin og síðan voru teknar blóðprufur til að sjá hver lyfja-, lifrar og blóðstatus er hjá honum.  Fáum síðan að vita niðurstöðurnar á fimmtudaginn.  Reyndar voru fréttirnar ekki eins góðar og við vildum.  Þurfum að fara aftur til læknisins eftir 6 vikur en ekki eftir 6 mánuði eins og þetta er búið að vera síðustu árFrown.  Unglingurinn fékk eitt störuflog inni hjá lækninum og hann vill skoða eitthvað meira hjá honum og því líða bara sex vikur á milli tíma.  Ætlar reyndar að sjá hvað kemur út úr blóðprufunum og síðan verður áframhaldið ákveðið.  Núna er ég bara að gíra mig niður í þennan pakka.  Það er svolítið erfitt að vera að breyta eftir svona langan tíma.  En þetta er það verkefni sem Guð lét mér í hendur og ég verð að vinna í því eins og best er á kosið.  Við erum með bestu og frábærustu læknana og í sameiningu komumst við að því af hverju þetta er að gerast hjá Unglingnum.

Ég er búin að vera mikið að hugsa um allt sem hefur á daga okkar drifið í þau tæplega 17 ár sem ég er búin að hafa Unglinginn hjá mér.  Hversu oft hann er búin að liggja á sjúkrahúsi, hversu oft ég er búin að vera næstum því búin að missa hann og hversu oft þessar elskur sem eru í heilbrigðisstéttinni hérna hafa bjargað honum og gefið honum bestu meðferð sem hægt er að bjóða.  Ég var að tala við konu sem býr í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum og hún var svo glöð að heyra um allt sem er gert hérna.  Frír spítali, lyf, hjálpartæki, bleijur og þær greiðslur sem foreldrar fatlaðra-/ langveikra barna á Íslandi fá.  Ég væri löngu farin á hausinn ef ég byggi t.d. í Bandaríkjunum.  Læknarnir hérna eru á heimsmælikvarða og hafa í a.m.k. okkar tilfelli reynt allt til að finna hvað gæti verið að Unglingnum.  Það situr alltaf fast í mér þegar Unglingurinn fékk lifrabólguna þegar hann var 18 mánaða.  Það eina sem var eftir í stöðunni ef líkaminn hans myndi ekki geta lagfært þetta sjálfur með hjálp sýklalyfja (að mig minnir) væri lifraígræðsla.  En afþví að hann er fatlaður var hann ekki í forgangi fyrir ígræðslu.  Það yrði alltaf athugað með aðra fyrst því að lyfin hans vinnast öll í gegnum lifrina, hann er fatlaður og var/er með minni lífslíkur en aðrir.  Það sat hjá mér prestur í 2 daga og ræddi við mig um allt milli himins og jarðar.  Hann var að undirbúa mig undir það að missa prinsinn minn sem lá í sjúkrarúminu allur út í slöngum og tækjum, svona alvarlegt var ástandið orðið.  Síðan gerðist kraftaverkið, lifragildin fóru að falla og læknarnir báðu mig um að stroka út það sem þeir báðu mig um að hafa bak við eyrað í sambandi við lifraígræðsuna.  Þegar hann fór síðan í myndatöku á lifrinni nokkrum dögum eftir að hann vaknaði upp úr dáinu spurðu röntgentæknarnir mig að því hvort ég væri ekki örugglega með lifrarbarnið, ég sagði auðvitað jú og þær sögðust aldrei á ævinni hafa séð neinn vera eins fljótan að lagast eins og Unglinginn.  Það voru ekki einu sinni sprungur í lifrinni eins og átti að vera miðað við það sem á hafði gengið.  Og eins og hann hefur verið kallaður síðan Hann er kraftaverk.

Farið vel með ykkur

Knús og kram.


Spennukvíði

Núna er maður komin með hnút í magann af spennukvíða.  Fyrst og fremst erum við loksins að byrja að byggja.  Byrjað var að grafa fyrir grunninum í síðustu viku og nú er verið að gera púðann.  Þvílíkt spennó.

Núna á eftir er ég að fara með Unglinginn til læknis og þá fæ ég að vita hvað verður næsta skref vegna krampana.  Er svolítið stressuð fyrir því. 

Læt ykkur vita í dag.

 kveðja Bergdís


Hér koma myndirnar sem ég lofaði

P8300016

Þetta er teppið.  munstrið sést nú ekki nógu vel.

P8300019

og hér er peysan.  Mér finnst hún rosalega smart.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband