Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Girnilegur kjúllaréttur

Ég bauð mömmu, pabba, brósa og kærustunni hans í mat í kvöld.  Bauð þeim upp á kjúklingarétt sem ég var að fá uppskriftina af.  Þetta var ekkert smá gott.  Nánast drap mig á þessuTounge.  Vildi deila með ykkur uppskriftinni.  Hér kemur hún.

"Japanskur" kjúklingaréttur

4. bringur, skinnlausar

1/2 bolli olía

1/4 bolli balsamik edik

2 msk. sojasósa

2. msk. sykur.

Olíunni, edikinu, soja og sykri soðið saman í u.þ.b. 1 mín, kælt og hrært í annað slagið meðan kólnar (ef ekki skilur sósan sig)

1. poki núlur ( instant súpunúðlur) - ekki krydd.

möndluflögur (3-4 msk)

sesamfræ (1-2 msk).

Þetta er ristað á þurri pönnu, núlurnar brotnar í smáa bita og þær ristaðar fyrst því þær taka lengstan tíma. Síðan möndlurnar og fræin. Kælt.  Ath. núðlurnar eiga að vera stökkar.

Salatpoki, tómatar, mangó og 1 lítill rauðlaukr

Kjúklingabringuranr skornar í ræmur og snöggsteiktar í olíu.  Sweet hot cili sósu helt yfir og látið malla í smá stund.  All sett í fat eða mót.

Fyrst salatið, síðan núðlugumsið ofan á svo balsamic blandan yfir og að síðustu er heitum kjúklingaræmum dreift yfir.

Borðað með hvítlauksbrauði.

At. gott er ða geyma eitthvða af sósunni og bera fram með réttinum.  Sósan er líka góð með brauðinu.


smá samanprjón

Eftir að systir mín tilkynnti mér um fjölgun í fjölskyldunni er ég búin að vera frekar eirðalaus í puttunum.  Síðan um miðjan júlí er ég búin að prjóna 1 barnateppi (handa litla krílinu) og eina peysu.  Núna hef ég setið með prjónablöð og spáð og spekúlerað hvað ég eigi að prjóna næst.  Spurning hvort maður prjóni nokkrar jólagjafir eða kannski fæðingagjafir.  MMMMM veit ekki, en eitt er víst að ég verð að vera með eitthvað á prjónunum þetta haustið.

Fengum gleðifréttir vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar í vikunni.  Við getum byrjað í næstu viku Grin.  Það verður mælt út á mánudaginn og byrjað að taka grunninn á þriðjudaginn.  Loksins að eitthvað fari að gerast í þessum málum.  Ekkert smá ánægð með þetta.  Kannski að við komumst í nýja húsið fyrir jólin 2009, hver veit. 

Unglingurinn er búin að vera mjög hress síðustu daga.  Ekkert borið á krömpum síðan í byrjun vikunnar og hann farin að jafna sig á aukningu lyfjanna.  Skólinn byrjaði hjá honum á mánudaginn og er hann mjög sáttur við að nú sé hann kominn með stofu á FÁ.  Í fyrravetur voru þau í stofum út í bæ sem reyndar var allt í lagi því þær voru í sama húsnæði og dagvistunin.  Hann er búin að vera mikið að skoða húsnæðið og samkvæmt samskiptabókinni er hann mjög sáttur við allt.  Hann er soddan félagsvera að þetta á vel við hann.  Alltaf eitthvað um að vera og mér skylst að á miðvikudögum sé alltaf einhvert tónlistaratriði í hádeginu.  Bara fjör. 

Best að hætta núna.  Þarf að fara í rúmfatalagerinn að kaupa mér meira garn.  Set inn myndir þegar ég er búin að taka mynd af teppinu og peysunni sem ég er búin með.

Farið vel með ykkur.

Knús og kram.


Íslensku snillingarnir í handbolta.

Það var bara gaman að horfa á leikinn í dag.  Bíð spennt eftir sunnudeginum.

ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Smá í tilefni dagsins

 


Smá stress í minni

Ég er búin að hafa svolitlar áhyggjur af Unglingnum mínum upp á síðkastið.  Fundist hann vera fjarrænn og augun í honum hafa verið að tifa.  Fyrir rúmri viku síðan vorum við að undirbúa svefninn og þá varð hann mjög fjarrænn og hendurnar á honum stífnuðu upp og byrjuðu að kippast til.  Ég reyndi eins og ég gat að grafa niður áhyggjurnar mínar en hringdi síðan í lækni Unglingsins.  Áhyggjur mínar voru staðfestar, Unglingurinn er farin að krampa á nýFrown.  Ég varð ekkert smá svekkt.  Ég vissi auðvitað að þetta var krampi en ég vildi bara ekki trúa því að rúmlega 9 ára krampalaus tími væri á enda runnin.  Það var aukið við lyfjaskammtinn hans og hann er bara hress.  Eigum tíma hjá lækninum í september og þá verða málin hans skoðuð á ný.  Ég verð alveg að viðurkenna að ég varð mjög svekkt yfir því að hann sé farin að krampa á ný en þetta er auðvitað hlutur sem hefur fylgt honum alla tíð og við megum alveg búast við að þetta gerist.  Síðan kom auðvitað Pollýannan upp í mér, "þetta er bara búin að vera einn krampi og síðan nokkur störuflog, mundu bara hvernig þetta var í denn þegar hann var stundum að fá yfir 20 krampa yfir sólahringinn".  Vona bara að aukningin á lyfjunum reddi þessu.

Annars er mest lítið að frétta af okkur.  Litli prins unir sér vel í nýja herberginu sínu, reynir samt stundum að spila á mömmuhjartað með því að segja: " ég vil bara sofa hjá ykkur, það er bara betra fyrir mig" og setur upp þvílíkan bænasvip að manni langar bara að segja allt í lagi komdu þá.  En hann fær að sofa í sínu herbergi og sefur mjög vel.  Er núna í þvílíkum hlutverkaleik að það mætt halda að það væri þáttur í sjónvarpinu.  Breytir röddinni eftir hvor kallin sé að tala og er með þvílíka leikhæfileika.  Ef hann er ekki lítill sólargeisli sem lýsir mann upp ef maður fer að líða illa.  Auðvitað er Unglingurinn líka mikill sólargeisli líka.  Horfir á mann með sínum grænbrúnu augum og með skásettu glotti.  Bara flottastir.

Þangað til næst

knús og kram  


Uppskeruhátíð

Í dag fórum við á uppskeruhátíðina á Reykjadal.  Þessi böll eru þau skemmtilegustu sem ég fer á.  Allir skemmta sér svo innilega og njóta sín í botn alveg sama hvaða fötlun þau eru með.  Unglingurinn var alveg í essinu sínu og dansaði frá sér allt vit.  Bara skemmtilegur.  Ég var bara þakklát að mamma og pabbi komu með því ég hefði ekki haft kraft til að dansa með honum allan tíman.  Reyndar komu fóstrurnar hans líka og dönsuðu með honum.  Þessir einstaklingar sem eru að vinna á Reykjadal eru alveg einstakir InLove.  Unglingurinn elskar alveg að vera þarna og verður alltaf jafn glaður að hitta alla.  Mér finnst það alveg lýsa þessum stað.    Stuðið var alveg meirihátta í dag.  Hljómsveitin Spútnik spilaði og eiga þeir heiður skilið fyrir að vera svona æðislegir.

Þegar ballið var búið buðum við mömmu, pabba, Brósa og Pattalatta í mat.  Það var ekkert smá fínt.  Bauð þeim upp á fylltar grísalundir og kjúklingabringur, grillað grænmeti, macandcheese, kartöflur og jalapenóostasósu.  Þau nutu þess mjög.  Mér finnst svo gaman að elda og bjóða fólki í mat.  Nóg í bili.  Enda þessa færslu á frétt rúv af Reykjadalsballinu.  Farið vel með hvert annað.  Knús og kram

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4398021/13

p.s. athugið hvort þið finnið Unglinginn minn í fréttinni og ef þið haldið að þið vitið hver það er setjið það í commenta kerfið.

knús og kram


Grillpartý og fleira

Ég, unglingurinn og litli prins vorum að koma úr grillpartýi hjá dagvistun unglingsins.  Mikið fjör og mikið spjallað.  Suma foreldrana hitti ég ekki nema þennan eina dag á ári og þá þarf auðvitað að fara yfir allt sem hefur á daga manns drifið.  Litli prins elskar alveg að fara þarna.  Það er svo mikið af dóti á yngri barna stofunum og RRRRisa stór garður sem er lokaður af.  Maður getur hlaupið um eins og maður vill.  Þvílíkt gaman.  Núna sitja þeir inni hjá unglingnum og horfa saman á teiknimynd.  Bíð bara eftir að það heyrist: " mamma bróðir minn er að taka í mig, getur þú ekki verið með hann frammi á meðan ég horfi á myndina í herberginu hans"  Tounge.  Þó svo að litli prins sé kominn með eigið herbergi núna finnst honum voða næs að sitja inn í herbergi bróðir síns og horfa á myndir hjá honum. 

Unnustinn er á FH- Aston Villa leiknum.  Held að það hlakki svolítið í honum þar sem hann er enginn FH maður.  Sagðist vera að fara til að styðja AVGrin.  Algjör rugludalllur.

Við vorum að panta okkur ferð ásamt vinahjónum okkar til Manchester (hvert annað) til að fara á leik og njóta þess að vera par.  Mér finnst að það ætti að vera skylda að foreldrar gætu verið einir eina helgi á ári (a.m.k) og notið þess að vera bara tvö.  Ég veit að við höfum rosalega gott af þessu.  Njótum þess í botn að geta legið aðeins lengur upp í og þurfa ekki að sinna hinum daglegu þörfum strákana.  Enda komum við vanalega tvíelfd til baka og njótum þess að vera fjölskylda á ný.  Ég er ekki að segja að ég hugsi ekkert til strákanna á meðan við erum í burtu því ég hugsa til þeirra oft á dag og auðvitað græða þeir á þessum ferðum.  Verslum alltaf fullt af fötum á þá og einhvert dót.  ég er alveg viss um þegar litli prins er orðin aðeins eldri fer hann að ýta okkur út í fleiri ferðir svo hann fái meira Tounge.

Best að hætta þessu bulli.  Læt fylgja þrjár myndir.  Tvær af strákunum þegar þeir sváfu í fyrsta skipti í nýju herbergi (litli prins) og nýju rúmi (unglingurinn) og síðan mynd sem ég tók á Laugavatni þegar ég var þar í lok júlí sem mér finnst alveg æðisleg.  Farið vel með ykkur.  Knús og  kram.

P8040013

P8040014

P7304868


Varð að setja þetta inn í tilefni dagsins


Yndisleg helgi

Helgin er búin að vera mjög skemmtileg hjá okkur fjölskyldunni.  Í gær fórum við öll á Gay pride.  Það var nú misjafnt hvað fjölskyldumeðlimir skemmtu sér vel þar en ég og unglingurinn skemmtum okkur konunglega.  Unglingurinn vakti mikla lukku hjá hópi af göngumönnum þar sem hann hoppaði í takt við tónlistina, hló, skríkti og klappaði. Beggi og Pacas veifuðu honum og gáfu honum thumbs up fyrir fjörið í sér.  Síðan fékk hann blað frá einum hópnum sem stendur á "Springum úr ást".  Það er ekki hægt að segja annað en unglingurinn var að springa af ást því hann var svo glaður og ánægður þarna.  Bara æðislegur.  Hann var líka dauðþreyttur eftir þetta allt saman.  Hann var orðin svo þreyttur þegar bílinn hans Palla kom framhjá að hann hálf hékk í fanginu á mér því hann vildi sko dansa við tónlistina hans Palla en hafði bara ekki krafta til þess.  Algjör dúlla.  Litla prins fannst þetta alveg ágætt en hann var bara orðin svo svangur að hann var orðinn frekar fúll á manninn.  En samt var gaman ef maður spyr hannWink.

Síðan unnu auðvitað okkar menn Samfélagsskjöldin í ensku deildinni í fótboltaGrin.  Við erum auðvitað mikið ánægð með það.  Litli prins singur Glory, glory Man utd. en hann var frekar svekktur að Rooney væri ekki að spila.  Honum finnst að Rooney eigi að vera í öllum leikjunum sem eru spilaðir.  Bara dúlla.  Unglingurinn horði aðeins á leikinn og fannst hann alveg ágætur en ekki nægilega mikið að gerast.  Situr núna inn í herbergi með Man utd koddan sinn og bros á vör.  Sætastur.

Læt fylgja með lagið sem mér finnst alveg fylgja þessari helgi.

Þangað til næst.  Knús og kram


Ein í kotinu.

Aldrei þessu vant erum við hjónaleysin bara ein heima núna.  Unglingurinn er í skammtímavistuninni og litli prins fór með ömmu og afa í bíltúr.  Ótrúlega skrýtið að vera bara tvö ein.  Erum vanalega alltaf með annan hvort strákin hjá okkur.  Erum búin að vera breyta herbergjunum hjá strákunum og gengur það alveg ágætlega.  Eigum reyndar eftir að kaupa hillur inn til litla prins og setja upp myndir hjá þeim.  Verður örugglega voða flott þegar við erum búin.  Set inn myndir þegar að því kemur.  Hey ég var að kveikja við erum bara tvö ein heima og ég bara í tölvunni.

 

Farin Wink

knús og kram


Finnst þetta lýsa svolítið því sem við erum í núna.

Það er ekki búið að ganga þrautalaust fyrir sig að byrja að byggja.  Við erum búið að vera að fá meistara í hinum ýmsu greinum til að skrifa upp á fyrir okkur svo við getum byrjað.  Unnustinn hringdi upp á bæjarskrifstofu og spurði út í allar stéttirnar og okkur var sagt að það þyrfti ekki að fá málarameistara þar sem við værum að byggja sjálf.  Síðan fengum við símhringingu á mánudaginn þar sem okkur var tjáð að við gætum ekki fengið graftrarleyfi fyrr en málarameistari væri búin að skrifa upp á.  AAARRRRRRRRG.  Minnti mig á þetta

knús og kram


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband