Bara einn dagur í viðbót

og ég er komin í frí.  Hlakka ekkert smá til.  En auðvitað er heppnin alltaf með mér og fríið mitt byrjar á rigningu og samkvæmt spám á þetta að vera svona þangað til á þriðjudaginn.  En plúsinn við þetta er sá að ég þarf ekki að vökva garðinnTounge.  Unglingurinn er alveg að fýla þetta góða veður er bara úti og nýtur lífsins.  Orðinn svaka brúnn og sæll.  Litli prins nýtur sín í fríi með pabba sínum.  Búin að fara í sveitina, fara í sund og getur snúið pabba sínum eins og hann vill.  Það verður eitthvað þegar ég fer í frí og reyni að koma einhverri stjórn á þetta LoL

Ég er búin að vera í einhverju elda mati stuði þessa dagana.  Í gær buðum við frænda og frænku unnustanns í mat.  Við grilluðum ostafylltar kjúllabringur með fullt af grilluðu grænmeti og jalapenórjómasósu.  Ekkert smá gott og í dag buðum við mömmu og pabba í mat.  Var með ofnrétt með fiski, lauk, papriku, beikoni, ananaskurli og paprikusmurostasósu.  mmmmmmmmmmmmmmm.  Allir voru rosalega hrifnir af þessu.  Mér finnst æðislegt að elda og sérstaklega þegar ég býð fólki í mat.  Enda sést það alveg á vextinum á mérTounge

Ætli ég láti þetta ekki duga núna.  Þangað til næst, knús og kram til allra


Bara ein vinnuvika eftir

og svo er ég komin í frí.  Hlakka ekkert smá til.  Ætla að taka 3 vikur núna þar sem ég tók 10 daga í frí þegar við fórum til Flórída fjölskyldan.  Þetta er í fyrsta skiptið frá því að litli prins fór í leikskóla þar sem ég er ekki með honum í fríi allan þann tíma sem hann er í fríi. Hann og unnustinn eru sem sagt komnir í frí en ég og unglingurinn förum í frí næsta föstudag.  Þetta er líka í fyrsta skipti sem unglingurinn tekur sér bara 3 vikna frí í dagvistunni og verður bara í viku með okkur því svo fer hann í sumarbúðirnar.  Ég veit ekki afhverju en ég er með mjög mikið samviskubit út af þessu. 

En að öðru og miklu skemmtilegra.  Unglingurinn var með ömmu sinni og afa í húsbílaferðalagi um helgina.  Þau fóru í Húsafell og fengu þau æðislegt veður, 20 stiga hita og niceheit.  Restin af fjölskyldunni fórum í bíó í gær og sáum Kung fu panda.  Það sem litla prins fannst þetta skemmtileg mynd og okkur reyndar líka.  Mig langar að fara á hana á ensku og er að spá í að fara með unglinginn á hana í vikunni.  Síðan fórum við í skírn í dag hjá vinafólki okkar.  Litla prinsessan fékk nafnið Elín María.  Tatiana og Bjarki, takk fyrir yndislegan dag.  Litli prins naut sín í botn.  Fékk gott að borða og útrás við að leika við aðra krakka.  Núna eru prinsarnir sofnaðir með sælubros á vör og ég ætla að fara að njóta þess að vera í smá rólegheitum.

Farið vel með ykkur. 

Knús og kram


Litli prinsinn minn...

er algjör hrakfallabálkur.  Það kemur ekki sú vika að eitthvað komi fyrir hann.  Reyndar hafa þetta alltaf verið smáslys, kúla á haus eða marblettur.  En á fimmtudaginn var hringt í mig úr leikskólanum hans og ég beðin um að fara með hann upp á heilsugæslu þar sem hann hafði fengið tréplötu á stóru tánna og það blæddi undan nöglinni.  Ég fékk tíma strax upp á heilsugæslu, brunaði í leikskólann og náði í "stórslasaðan" dreng.  Við skoðun á heilsugæslunni kom í ljós að hann var sem betur fer ekki tábrotinn en hann var mikið marinn og blóð undir nöglinni.  Gert var gat á nöglina til að ná blóðinu undan henni og síðan var bundið um ef ske kynni að hann væri brotinn eftir allt saman.  Þessi áverki var síðan nýttur til þess að fá það sem hann vildi.  Mér er svo illt í tánni viltu halda á mér var eitt af því sem var notað til að byrja með.

Læt fylgja með mynd af "slösuðu" tánni.  Tek það fram að hann er orðin alheill núna.  Wink

P6190074

Hafið það gott í dag.

knús og kram


Ótrúleg ósvífni.

Ég sé ekki af hverju henni ætti að vera sýnd miskun og vera látin laus þar sem hún er dauðvona þegar hún sýndi enga miskunn við að drepa þessa einstaklinga, sérstaklega ófríska konu og barn sem var tilbúið að koma í heiminn.  Ekki fékk það tækifæri til að lifa.   Lífstíðardómur er lífstíðadómur, ekki "æ hún er dauðvona gefum henni séns".  Ég hef lesið mig til um þetta mál og verð að viðurkenna að þessir einstaklingar eiga ekki vorkun hjá mér, þó svo að þau hafi verið "heilaþvegin" af Manson.  Konurnar voru hlægjandi og skríkjandi í réttarhöldunum og fannst það ekkert mál að þau hefðu notað blóð úr fórnarlömbum sínum til að skrifa á veggi.   Hún á bara að vera áfram í fangelsi.
mbl.is Vill fá frelsi áður en hún deyr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott veður og gott að borða

Þar sem veðrið var svo gott bæði í gær og í dag ákváðum við á minni deild að skella okkur út að borða í hádeginu.  Fórum á Santa Maria sem er við hliðina á 22 á laugaveginum.  Maturinn var mjög góður og gaman að geta setið úti (þó að það hafi verið svolítið kalt fyrst).  Það sem mér fannst mjög flott er að enginn réttur fer yfir 990 kr. Fékk mér steik og kartöflur sem voru bara æði. Maturinn þarna er alvöru mexikóskur matur ekki tex-mex matur.  Reyndar leyndust hamborgarar, samlokur og franskar þarna en annars var þetta bara girnilegur mexikanskur matur.   Ég á örugglega eftir að fara þangað aftur.  Reyndar var aðalástæðan fyrir því að við fórum út að borða sú að ein sem er að vinna með mér er að fara að flytja til Bandaríkjanna og verður hennar sárt saknað.

Eftir vinnu náði ég í unglinginn í dagvistina og fórum síðan í sumarhátið hjá leikskólanum hjá litla prins.  Var það mikið fjör.  Hoppað í hoppukastala, leikið sér úti og síðan voru borðaðar grillaðar pylsur og notið lífsins.  Enda eru gullin mín frekar dasaðir núna.  Bara sætastir eins og alltafWink.


Vá maður.

Sat með litla prins við borðstofuborðið og þá fór allt á reiðiskjálf.  Litli prins var nú samt ekki mikið að kippa sér upp við þetta, horfði á mig og spurði "Hvað var nú þetta eiginlega?"  Ég sagði honum að þetta væri jarðskjálfti og þá heyrðist bara nú í alvöru.  Kemur svona ekki aftur?  Wink.  Ég vona nú bara ekki.  Bíð bara eftir að systir mín hringi aftur til mín því ég er með miklar áhyggjur af henni þarna í sveitinni rétt hjá Ingólfsfjalli.

Hún var að hringja og íbúðin alveg í rúst hjá henni.  Skápar opnir og allt út um allt. FrownEn þau eru í lagi og það er allt sem skiptir máli.


mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara gaman.

Í gær fór ég ásamt vinkonu minni og tveimur öðrum á tónleikana með Johnny Logan.  Ég verð nú að viðurkenna að ég fór ekkert voðalega spennt yfir þessu en VÁ hvað var gaman.  Byrjaði auðvitað með Sverri Stormskeri sem hitaði upp ásamt Snorra Idol.  Stóðu þeir sig mjög vel en vá kjafturinn á kallinum.  Maður sat hálf hlægjandi en í smá sjokki nánast í hvert skipti.  Síðan kom sjálfur Johnny Logan á svið ásamt bandinu sínu.  Maður bjóst við að hann myndi bara spila sín eigin lög en það var sko ekki.  Hann spilaði mikið af ískri tónlist sem hann var búin að breyta aðeins útsetningunni og auðvitað tók hann líka syrpu af þessu þremur lögum sem hann hefur komið að í Eurovision.  Það var svo gaman að því hvað hann talaði mikið til þeirra sem voru á tónleikunum og hvernig hann var við alla.  Tók t.d. eina og dansaði við hana, Stoppaði að syngja til að leyfa fólki að taka mynd svo fátt eitt sé nefnt.  Algjör professional í þessu.  Greinilegur croudpleser.  Þegar við fórum heim var bara komin ballstemming í fólkið.  Þeir voru ennþá að spila en gólfið nánast orðið fullt.  Mér fannst þetta góð byrjun á Eurovision helginni.

Ég er orðin voða spennt fyrir kvöldinu.  Gaman að sjá hvort Regína og Friðrik nái sömu útgeislun á sviðinu eins og á fimmtudaginn.  OOOOOOOO ég var svooo spennt.  Mamma og pabbi voru hjá okkur á fimmtudaginn og það var bara hlegið af mér þegar ég sat stjörf fyrir framan sjónvarpið og hoppaði síðan upp þegar Ísland var kallað upp.  Maður er náttúrulega bara bilaðu.  En kvöldið í kvöld verður bara skemmtilegt hvernig sem allt fer.

Hafið þið gott Eurovision kvöld.

 Knús og kram.


We are the champions!!!!!!!!!!!!!

Ég held að ég hef aldrei verið svona spennt yfir einum leik fyrr.  Búin að ganga um gólf, neita að horfa og nánast brjóta á mér lærleggin af spennu.  En þetta var auðvitað aldrei spurningWink .   Manchester United eru LAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAANG BESTIR
mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OOOOOO hvað ég er farin að hlakka til

Fyrsti Eurovisiondagurinn í dagGrin.  Ég er algjört júrófrík.  Ég og litli prins verðum bara tvö í kvöld þannig að við ákváðum að panta okkur pizzu.  Ég hringdi í Dominos og spurði hvort það væri eitthvað tilboð og þá var sagt já euroband tilboð.  Kaupir stóra pizzu af matseðli og gos og þá færðu diskinn með eurobandinu með kostar 1990.  Ég var ekki fljót að taka þessu tilboði.  Bíð núna bara eftir að unnustinn og litli prins komi heim með pizzuna svo ég geti farið að telja niður í fyrsta hluta júróveislunnar.

Það verður að viðurkennast að þessi vika verður rosaleg.  Eurovision í kvöld, evrópukeppnin í fótbolta á morgun, eurovision á fimmtudag og laugardag.  Mákona mín er með útskriftarveislu á laugardaginn og ég lét hana sko vita að ég myndi ekki koma ef það yrði ekki kveikt á sjónvarpinu.  Glætan spætan að ég ætli að missa af aðalkeppninni.

Bara stuð.


Góð helgi.

Helgin er búin að vera voða fín hjá fjölskyldumeðlimum.  Á föstudaginn voru tuskudagar í vinnunni minni.  Allar deildir voru að fínpússa hjá sér og voru í hinum ýmsu búningum.  Við vorum frekar leim í þessu í minni deild.  Klæddum okkur upp eins og fínar heimilisfrúr, í pilsum með svuntur og skuplu á höfði.  Þegar dómnefndin kom mútuðum við þeim með örfáum kleinum því það var svo mikið að gera hjá okkur að við gátum ekki bakað meiraTounge.  Síðan var eitthvað húllum hæ á eftir lokun en ég tók ekki þátt í því þar sem unnustinn er að taka þátt í hjólað í vinnuna og yrði ekki komin heim til að ná í litla prins og taka á móti rútunni hjá unglingnum.  Reyndar var mér alveg sama þar sem ég er ekkert mikið fyrir svona djammerí.

Á laugardaginn var farið í sveitaferð með leikskóla litla prins.  Skelltum okkur í Hvalfjörðin og sáum kindur, hest, kanínur, ketti og hænur.  Var aðal fjörið hjá mínum herramönnum að leika sér í heyinu.  Maður gekk eiginlega í smá barndóm þegar maður var þarna.  Í Grundarfirði var nefninlega fullorðin maður með kindur í miðjum bænum.  Fékk maður oft að koma þangað og sjá litlu lömbin og síðan að hjálpa við að koma heyi í hús á haustin.  Þá var sko gaman að leika sér í heyinu.  Ég verð eigilega að viðurkenna að maður saknar svolítið þess að það sé búið að koma fyrir framhaldsskóla á staðnum sem Jeri og Sella átti heima.  Hefði persónulega viljað að þessum stað yrði haldið til haga fyrir börnin í bænum.  En svona er framþróunin.  Eftir sveitaferðina hringdi mamma í mig og bauð okkur í mat um kvöldið.  Sem auðvitað var þegið með þökkumWink.  Fengum alveg rosalega góðan tælenskan rétt sem hún býr til.  MMMMMMMMM.  Voru það líka þreyttir herramenn sem komu heim eftir matarboðið.  Vildu reyndar ekkert fara frá ömmu og afa en það tókst með herkjum að koma þeim út.

Í dag fór Unglingurinn minn með liðveislunni á flakk.  Fóru að sjálfsögðu á Mc Donalds sem er þeirra staður og síðan skelltu þau sér í heimsókn í sumarbústað.  Kom hann sæll og glaður heim.  Ég og litli prins notuðum daginn í að kaupa stígvél og pollagalla þar sem pollagallinn hans er fóðraður var mér nánast bannað að koma með hann í leikskólann fyrr en í haust þar sem litli prins er svo heitfengur að hann kemur nánast blautari innan en utan gallans.  Við fengum mömmu með okkur og síðan var förinni heitið í Smáralind og kaupa gallann.  Var búin að ákveða að kaupa Wether report pollagalla í Hagkaup þar sem þeir eru bæði þokkalega ódýrir og góðir.  En litli prins er með ákveðnar skoðanir og endaði það þannig að hann er núna stoltur eigandi Latabæjar pollagalla og Latabæjar stígvéla.  Núna erum við hjónaleysin að þræta um það hvort ástæðan fyrir þessu sé að hann sé þrjóskur eins og mamma sín eða merkjasnobbari eins og pabbi sinnGrin.  Þrætan heldur áfram.  Kannski hann sé bara þrjóskur eins og pabbi sinnTounge.

Hafið þið það gott.

Knús og kram


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband